Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 154
152
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
ur að sjá og skilja ættarmótið, sem fylgt hefir þessum
langfeðgum aftan úr forneskju eins fast og nöfnin Gunn-
ar og Sigurður.
Móður Ugga-Gunnars er tæplega lýst eins hlutlaust og
föður hans. Hún er nálega móðurástin holdi klædd, full
gæða og fórnfýsi fyrir börnin sín. Ást Gunnars á henni
gengur eins og rauður þráður gegnum alla æfisöguna, og
dauði hennar (í öðru bindi sögunnar) er frum-harmleikur
æfi hans. Á hinn bóginn má líklega þekkja einhverja and-
litsdrætti hennar í flestöllum þeim góðu konum, sem Gunn-
ar hefir skapað.
Móðurafi Gunnars er mjög ólíkur föðurfrændum hans.
Stór og sterkur er þessi afi hans, með kvik augu í andliti,
sem prýtt er löngu nefi, er hangir ofan í efrivarar-skegg-
ið. Og út við sjó hefir þessi afi hans alið manninn, alið
sjálfan sig á hákarlslýsi og Flandrara sýrópi. Ekki að
furða, þótt hann sé kvikur, skrafræðinn, ágjarn og fík-
inn í málaferli, jafnvel á hendur frændum sínum. Hann
er engum líkari en forföður sínum, Agli Skallagrímssyni.
Heimilisfólkið er næstum eins mikilsvert fyrir dreng-
inn eins og foreldrarnir. Svo eru börnin og leikir þeirra,
sem hér verða látin eiga sig, og er eigi þar með gert lítið
úr gildi þeirra fyrir uppeldi Ugga né hlut þeirra í bók
hans. Aftur á móti er ekki hægt að ganga fram hjá sumu
eldra fólkinu, eins og t. d. Gömlu Beggu, sem minnir eigi
alllítið á Peggotty Dickens’s, þótt rammíslenzk sé. Það eru
tveir fletir á Gömlu Beggu. Hversdags-Begga er úfin, lörf-
ótt, sívinnandi og vís til að urra, ef ekki bíta frá sér, þeg-
ar ró hennar er raskað að ófyrirsynju. Sunnudags-Begga
er aftur á móti öll uppdubbuð og þrifin eins og köttur.
Með gleraugun á nefinu er það hennar kærasta iðja að
sökkva sér ofan í hinar mælsku ræður meistara Jóns. Og
Gamla Begga trúir kenningu hans um Guðs heiftar reiði,
um helvíti og um lögmálið, sem enginn brýtur án hegning-
ar. Mann grunar, að Þorgrímur á Víðivöllum, „sá synda-
selur“, eigi sinn þátt í hinni reiðu lífsskoðun Gömlu Beggu.
En þótt hún sé ekki að jafnaði blíð á manninn, þá getur