Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 156
154
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
inn og nýi bærinn, Ljótsstaðir, undarlegur bær með und-
arlegu, nýju fólki. Áður en langt um líður, kynnist Uggi
staðnum, fær ást á ánni, sem gaman er að sitja við og sjá
um leið skýin sigla leið sína yfir bláan himininn. Sumarið
líður. Og undir haustið eignast Uggi nýjan bróður, en
móðir hans deyr. Það breytir öllu. „Eg er að tala við síð-
sumarblómin, en annað hvort heyra þau ekki til mín eða
þau eru reið, — þau horfa á mig, þögul. Fuglarnir hafa
ekki framar neitt að trúa mér fyrir, þeir fljúga jafnvel
undan mér á skjótum vængjum. Eg ætlaði þó ekki að gera
þeim neitt. Og skipin mín? Þau eru ekki lengur skip“.
Natten og Drömmen (1926) segir frá æfi Ugga í Hamra-
firði. Faðir þeirra kvongast aftur, börnin ýfast við stjúp-
móður sinni. Yngsta systirin er þráust, hún er send burt.
Hin börnin láta skipast, þó að ekki geti þau með öllu bælt
tilfinningar sínar. En þau eru að vaxa, og bráðum koma
þau til létta. Vinnan bætir úr miklu, líka fyrir Ugga. En
auðvitað er vinnan ekki nóg. Hann verður ástfanginn í
stúlku á næsta bæ, sem ekki endurgeldur ást hans, því
miður! Löngun til að læra og æfintýraþrá grípa hann
óvægum tökum, hann fer að yrkja kvæði og sögur. Um
bil vonast hann til að komast í Menntaskólann, en þegar
efnin leyfa það ekki, tekur hann til sinna eigin ráða:
„Eg lagði saman alla reynslu mína og komst að þeirri
niðurstöðu, að sem fátækur bóndasonur ætti eg ekki hjálp
vísa af nokkrum manni í veröldinni, ef eg vildi ganga aðra
vegi en þá, sem uppruni minn og aðstæður mörkuðu mér,
— ekki af nokkrum manni á jarðarhnettinum, nema sjálf-
um mér. Spurningin var því, umbúða- og vorkunnarlaus,
hvað eg gæti gert, hverju eg þyrði að voga, og hvað eg
mætti bjóða mér. Því var fljótsvarað: eg gat gert hvað
sem var, vogaði jafnvel hið ómögulega, og þoldi allt . . .
Svo eg ákvað að hefjast sem skjótast handa um það eina,
sem eg vildi verða: rithöfundur . . .
Fyrst af öllu varð eg að fara að dæmum ungra manna
í íslendinga sögunum: fara út í heim, sjá önnur lönd,
þjóðir og siði, safna vizku, reynslu og skilningi . . .“