Skírnir - 01.01.1938, Side 157
Skírnir]
Gunnar Gunnarsson.
155
Og svo fer hann til Danmerkur.
En þetta er ekki nema söguþráðurinn. Meðal annars
er bókin full af þeirri hátíð, sem hver íslenzkur ungling-
ur lifir, þegar hann er vígður inn í leyndardóma náttúr-
unnar umhverfis hann. Það eru árin, sem hann fær í fyrsta
sinn að fara einn ferða sinna um héraðið og úr því, er
sendur í lestaferðir, göngur, fær að fara á rjúpnaveiðar.
Þetta er mikil vígsla, sem flestallir njóta, sem betur fer.
En fáir einir geta endurkallað hátíðina og lýst henni af
slíkri snilld, sem Gunnar gerir í Natten og Drömmen.
Tvær síðustu bækurnar af Kirkjunni á fjallinu heita
Den uerfarne Rejsende (1927), og Hugleik den Haardt-
sejlende (1928). Lýsir hin fyrri komu hans til Danmerkur
og veru hans í Askov og í Árósum, en hin síðari segir frá
dögum hans í Kaupmannahöfn, allt þar til hann vinnur
fyrstu sigra sína á rithöfundarbrautinni með Ormari Ör-
lygssyni. En þessi saga hans um glímuna við örlögin, sem
herða í honum stálið, hefir þegar verið sögð að nokkru.
Skemmtilega er undrun Islendingsins í útlöndum lýst í
fyrra bindinu. Hið síðara fjallar um lífið í Kaupmanna-
höfn meðal landa, sem hann lítur ekki alltaf í sem vin-
gjarnlegastu ljósi. Hann er vaxinn upp úr ógagnrýni æsk-
unnar, orðinn sjálfstæður og tortryggur maður. Mikið
hefir stundum verið af því látið í íslenzkum ritdómum, að
hann beri löndum sínum illa söguna. Það get eg ekki séð.
Hann lýsir þeim að vísu frá sínu sjónarmiði með glettni,
sem stundum getur nálgazt háð. En það er ekki aðeins, að
mannorð þeirra sé úr allri hættu, heldur lýsir hann þeim
svo, að manni getur ekki annað en þótt vænt um þá eftir
lesturinn.
En þótt þessar síðustu tvær bækur sé skemmtilegar og
merkilegar, þá standa þær ekki hinum fyrri á sporði. í
þeim hefir Gunnar lýst landi sínu, þjóð og uppruna á sí-
ítildan hátt. Hann hefir þar byggt musteri lífs síns, Kirkj-
una á fjallinu, rambyggt heilagt vé með dyrum og gluggum
°Pnum fuglum himins, þ. e. þeim, sem andinn vísar á hæð-