Skírnir - 01.01.1938, Síða 158
156
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
ir listanna. Um langan aldur mun Kirkjan á fjallinu verða
griðastaður þessara fugla.
V.
Hér verður að lokum að fara nokkrum orðum um hinar
sögulegu skáldsögur Gunnars. Fyrst af þeim var Edbrödre,
1918, sagan af þeim fóstbræðrum Ingólfi og Hjörleifi, í
samræmi við það, sem við vitum um þá úr fornum sögum.
Eftir þeim var Ingólfur guðhræddur blótmaður, ekki mik-
ill á lofti, en drengur í raun, þar sem Hjörleifur var fjör-
meiri og skapbráðari, víkingur mikill, sem trúði á mátt
sinn og megin og lét fátt fyrir brjósti brenna. Alþýða
manna hefir alltaf trúað, að hlutur þeirra fóstbræðra hafi
mjög farið eftir upplagi þeirra; Gunnar lítur eins á það
mál. Hann dubbar söguna upp, en breytir henni ekki.
Fóstbræður áttu að vera fyrsta bindi í tólf binda sagna-
bálki, þar sem saga íslendinga væri sögð frá upphafi til
enda. En Gunnar lagði verkið á hilluna þar til 1929, að hann
sendi frá sér Jón Arason. Teknar í röð sögunnar hafa síðan
út komið þessar bækur: Jord (1933) og Hvide Krist
(1934), í beinu framhaldi af Fóstbræðrum; Rævepelsene
(1930), þar sem Bandamanna sögu er snúið í leikrit, og
Graamand, 1936, saga frá Sturlungaöld. Þá kemur Jón
Arason og loks Svartfugl, 1929, saga um glæp og refsing
frá síðari hluta 18. aldar: það eru hin frægu Sjöundár-mál.
Af fjórum fyrstu bókunum er Jörð mest að mínu skapi-
Hún segir frá Þorsteini Ingólfssyni og tilraunum hans til
að stofna þjóðfélag í hinu nýbyggða landi. Gangur sögunn-
ar er hægur og þungur; hinn breiði straumur hennar er
mikill kostur á bók, sem lýsir hægfara sköpun nýrrar þjóð-
ar. Hún hæfir efninu fullkomlega. Sama virðist mér tæp-
lega verða sagt um Hvíta-Krist, þótt efnismeðferðin, að
leggja alla söguna í munn tveim mönnum, sé nógu frum-
leg. Það er a. n. 1. sama aðferð og Gunnar notaði fyrst í
Sælir eru einfaldir, síðar í Svartfugl, með miklu betri ár-
angri. Grámaður er og mjög vel sögð saga.
Sögulegar skáldsögur eru vanþakklátt viðfangsefni.