Skírnir - 01.01.1938, Side 159
Skírnirl
Gunnar Gunnarsson.
157
Sagnaritarar kvarta um, að þær sé fullar af tímaskekkj-
um; gagnrýnendur samtímans saka þær um það að vera
úti á þekju með tilliti til viðfangsefna nútímans. Gunnar
hefir ekki fremur en aðrir getað sneitt hjá þessum skerj-
um. Og eflaust hafa það verið landar hans, sem helzt hafa
fundið að söguskekkjunum, alveg eins og þeir fundu að
ýkjum Borgarættarinnar og hispursleysi Hugleiks hrað-
siglanda. Þó hefir Gunnar í meðferð heimildanna farið
eftir reglu, sem er sérstaklega íslenzk: hann endursegir
aldrei sögurnar (Rævepelsene er eina undantekningin),
heldur spinnur hann lopa ímyndunar sinnar um menn, sem
að vísu geta verið meir eða minna vel þekktir úr sögunni,
en eiga sér þó enga sérstaka sögu. Ástæðan er augljós: Eins
og flestum Islendingum, þar á meðal Indriða Einarssyni,
Þykir Gunnari ekki hæfa að hrófla við hinum fornu meist-
araverkum, það væri eins og ef enskumælandi menn ætl-
uðu að fara að yrkja upp Shakespeare. Kamban einn hefir
færzt þetta í fang með Jeg ser et skönt Land, og tekizt
vonum fremur.
Þegar öllu er á botninn hvolft eru hinar sögulegu skáld-
sögur Gunnars — og annara Islendinga — eflaust betri
en allur þorri svipaðra sagna á öðrum Evrópumálum. Þetta
liggur í augum uppi, þegar það er athugað, að það eru ekki
aðeins prófessorar og lærðir menn, sem aðgang hafa að
hinum fornu fræðum, heldur öll alþýða, ef hún nennir og
vill lesa bækurnar. Slíkt er eigi aðeins hægðarauki fyrir
höfundana, heldur einnig aðhald að fara ekki gálauslega
oieð heimildir. Það er því lítill vafi á því, að Gunnar vinn-
ur ekki aðeins í þjónustu listar sinnar, er hann endursegir
sögu landsins á þennan hátt, heldur vinnur hann og mikið
utbreiðslu- og fræðslu-starf, þar sem gera má ráð fyrir,
að þúsundir manna lesi söguna sér til gagns og skemmtun-
ar á þennan hátt.
Tveggja bóka verður að geta hér enn, sem fallið hafa til
a Ipessum sögu-vegi Gunnars. Önnur er Island. Sagaöen
(1935), stutt en fjörlega ritað yfirlit yfir sögu landsins,
skrifað fyrir Dani. Hin er skemmtilegt æfintýri, Vikivaki