Skírnir - 01.01.1938, Side 160
1B8
Gunnar Gunnarsson.
[Skírnir
(1932) að nafni, þar sem anda fornaldar, miðaldar og nú-
tíðar er blandað saman, eins og jafnmörgum drykkjum í
kokkteilsstrokk. Bókin fékk víst ekki meir en svo góðar
viðtökur, en eg sé ekki betur en hún sé ein af meistara-
verkum Gunnars.
í afskekktri heiðarbyggð á íslandi hefir höfundurinn í
anda byggt sér nýtízku-hús með rafljósi og -hita, síma og
útvarpi, eins og lög gera ráð fyrir, en auk þess líka með
flugvél, til auðveldra samgangna við Reykjavík, þar sem
sonur hans er við nám. Höfundurinn er ekkjumaður, kon-
an nýdáin, og hann er því aleinn í húsinu nýársnóttina.
Kaupmannahöfn er í útvarpinu með tveimur voldugum
lúðrum, sem boða nýja árið klukkan tólf. Þegar lúðrarnir
gjalla, verður höfundurinn þess skyndilega var, að allt er
að fyllast af svipum og vofum úti á völlunum. Hvað er um
að vera? Jú, það er gamall kirkjugarður að rísa, andarnir
hafa villzt á útvarpinu og trómetum hins efsta dóms. Auð-
vitað taka þeir nú hið aldraða skáld í misgripum fyrir
Drottin sjálfan, og þegar hann býður þeim upp á dúkað
borð, glitrandi af silfri og skærum krystöllum, ásamt víni
og hunangi, þá þekkja þeir sig samkvæmt sálminum:
Útvöldum Guðs svo gleðjist geð
gestaboð mun tilreitt,
klára vín, feiti, mergur með,
mun þar til rétta veitt ...
og eru ekki lengur í neinum vafa um, að þeir sé í himna-
ríki. Og þegar þeir fara að skrifta syndir sínar fyrir dóm-
aranum, fær maður að heyra lífssögur þeirra.
Eftir hinn himneska miðdegisverð, verður einum gest-
inum það á, að snerta útvarpið, svo að glymjandi dans-
lög hljóma í stofunni, og þessar guðhræddu seytjándu-aldar
sálir steypa sér í æsta hringiðu vikivakans. Áhorfendur
eru nútímaskáldið, höfundurinn, og höfuð Grettis hins
sterka, sem með einhverjum undarlegum atburðum hefir
orðið innlyksa í heiðargrafreitnum. Það er merkilegt sam-
ræmi í anda og hugsun með hinum forna og nýja Islend-