Skírnir - 01.01.1938, Síða 163
Stjörnu-Oddi Helgason
O g
íslenzk vísindasaga.
Eftir dr. Helga Pjeturss.
I.
Einhvern tíma heyrði eg, á yngri árum mínum, merk-
an náttúrufræðing útlendan halda því fram, að íslenzkt
vit væri eindregið miklu síður í náttúrufræðiáttina en
til söguvísinda. Eg tel þó vafalaust, að það voru ytri
ástæður miklu fremur en hæfileikaskortur í þá átt, sem
urðu þess valdandi, að engin nöfn íslendinga eru meðal
brautryðjenda náttúrufræðinnar. Nægir í því sambandi
að minna á Svein Pálsson, sem svo líklegur var til þess
að hafa orðið einn af „feðrum“ jarðfræðinnar, ef hjá stór-
bjóð hefði lifað, og á fornmanninn Odda Helgason, sem
kenndur er við sitt mikla áhugaefni og kallaður Stjörnu-
Oddi. Mjög merkur vísindamaður, dr. Þorkell Þorkelsson,
sem langt mál hefir ritað um Stjörnu-Odda í 100. árgang
Skírnis, telur hann verið hafa einn fremsta stjörnufræð-
ing sinnar aldar. Og í sama streng hafa tekið aðrir mjög
merkir fræðimenn, sem um Odda hafa ritað, innlendir og
útlendir. Læt eg þar nægja að nefna prófessorana Björn
M. Ólsen og Eirík Briem. Það, sem hér kemur, er nokk-
uð úr annari átt en það, sem áður hefir verið um Odda
^itað, enda er eg maður ekki tímatalsfróður (,,rímkænn“),
en eg vona að geta varpað nokkru nýju Ijósi á það, hversu
framúrskarandi hefir verið vit þessa merkilega íslend-
ings fornaldarinnar. Virðist mér öll ástæða til að ætla, að
ll