Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 166
164
Stjörnu-Oddi Helgason og íslenzk vísindasag'a. [Skírnir
I nánasta samræmi við hugmyndir þær um góða
skemmtun, sem fram koma í veizlusögu þessari, er nú
draumur Odda um konunga, skáld, víkinga, berserki og
bardaga „og margar vísur með“, þó að Oddi væri nú ein-
mitt ekki skáld eða kvæðamaður.
V.
Þegar um er að ræða í sannleika vísindalega rann-
sókn á draumum — en það eru hinar mjög frægu drauma-
rannsóknir Freuds t. d. ekki — þá verður að greina milli
þess, sem nefna mætti uppistöðuna í draumunum, þar sem
meir kemur fram hugarfar dreymandans sjálfs, og svo
fyrirvafsins, sem meir er skapað af stilliáhrifunum og
draumgjafanum. Það mætti t. d. rekja það til hugarfars
Odda sjálfs, þegar sagt er um háan hól, sem fyrir kemur
í draumnum, þó að það komi annars efni sögunnar á eng-
an hátt við, „mart smágrjót var á hóli þessum“. Kynni
þetta að vera bending um, að Oddi hafi „hugat at“ eigi
einungis stjörnum, heldur einnig steinum. Það virðist ekki
ólíklegt, að Oddi hafi fengið menntun sína í útlöndum
og ef til vill verið í tölu þeirra ekki allfáu íslendinga,
sem stundað höfðu nám í Svartaskóla í París. Orð í
draumsögunni eins og „lykka“ og „presentur“, mun
vera til Þýzkalands að rekja. En vitanlega er engin vissa
fyrir því, að Oddi sjálfur hafi þau orð viðhaft, er hann
sagði frá draumnum. En hvað sem þessu líður, þá getur
enginn vafi verið á um fyrirvafið í draumnum, að þar
kemur greinilega fram stillilögmálið eins og það lýsir sér
í draumum vorum og eins í því, sem miðlar segja á sam-
bandsfundum. Hinn nafnfrægi enski prestur og miðill
Stainton Moses, kvartaði t. d. yfir því, að hversu ríkt sem
sér væri í huga, áður en hann sofnaði miðilsvefni, að
tala þá eitthvað um sín eigin áhugaefni, þá hefði það aldrei
orðið, heldur urðu það alltaf áhugamál þeirra, sem við-
staddir voru (o: stillanna, determinantanna), sem hann
talaði um.