Skírnir - 01.01.1938, Síða 172
170
Björn Gunnlaug’sson og Uppdráttur íslands. [Skírnir
inga, sem þarna er ráðandi. Við þekkjum það, hve frá-
sagnir verða ljósari fyrir okkur, ef við þekkjum staðina,
sem atburðirnir gerast á. Islendingasögurnar, og saga ís-
lands öll, saga einstakra manna, og í stuttu máli sagt, hver
viðburður, sem gerzt hefir hér á landi, er nátegndur land-
inu sjálfu, nátegndur bæjanöfnum eða örnefnum og stað-
háttum. Þeir, sem ekki hafa átt kost á að kynnast héruðum
þeim og stöðum, er um getur í frásögunum, hafa ómetan-
legt gagn af góðum uppdrætti af þeim.
Eg er ekki nógu kunnur málavöxtum til þess að geta
sagt um það, að hve miklu leyti mönnum var þetta ljóst
árið 1831, þegar Bókmenntafélagið fól Birni Gunnlaugs-
syni að hefja mælingarnar.
En Björn Gunnlaugsson var aðalhvatamaður þess, að
verk þetta væri hafið, og líklega eini maðurinn, sem fær
var um að leiða það til lykta svo vel sem raun varð á.
f upphafi hefir Björn Gunnlaugsson ef til vill ekki gert
sér fyllilega ljóst, hvílíkt feikna verk hann tókst á hendur.
Eins til tveggja ára reynsla hefir kennt honum það.
Þegar H. J. Scheel frétti, að Björn væri farinn að mæla,
en Birni hafði hann kynnzt við mælingar sínar hér, skrif-
ar hann í bréfi til 0. N. Olsens, sem mikið vann að strand-
mælingauppdrættinum, að hann hafi litla trú á Birni til
landmælinga. Að vísu efast hann ekki um þekkingu Björns,
on álítur, að hann sé ekki nógu hagsýnn til þess að standa
fyrir slíku verki.
Raunin varð allt önnur. Björn var svo hagsýnn, að hann
lét sér ekki nægja að standa fyrir verkinu, heldur fram-
kvæmdi það sjálfur. Alls tók sjálft mælingastarfið hann
12 sumur.
Hér að framan hefi eg til samanburðar getið um strand-
mælinguna og aðferðir þær, sem notaðar eru við landmæl-
ingar. Björn var ekki það ofurmenni, að hann með vinnu-
hraða eða dugnaði gæti afkastað margfalt meiru en strand-
mælendur. 1 raun réttri liggur minna verk í þeim hluta
uppdráttarins, sem Björn hefir gert, heldur en hluta
strandmælenda. Engu að síður er verk Björns hið mesta