Skírnir - 01.01.1938, Side 175
Skírnir] Björn Gunnlaugsson og Uppdráttur íslands.
173
ur á sjókortum, eru mjög ólíkar. Björn Gunnlaugsson
fékk líka aðkast fyrir að mæla ónákvæmt, en hann svaraði
fyrir sig með mikilli rökfestu og hafði þar rétt að mæla.
Sjálft aðalhálendi landsins er nær því eingöngu dregið
eftir sögusögn manna eða lauslegum uppdráttum, sem
Björn gerði á ferðum sínum milli landsfjórðunga. Einstaka
fjöll hefir hann miðað inn frá fjarlægum þríhyrningamæli-
stöðum.
Eini frumuppdráttur Björns, sem til er handritasafninu
hér, er af Vatnajökulsvegi, frá Vonarskarði austur á Jök-
uldal. Björn fór Vatnajökulsveg tvívegis, árin 1838 og
1839, og virðist bók sú, sem uppdráttur þessi er í, hafa
verið rissbók hans bæði þessi ár, því þar eru líka riss og
bæjarraðir frá héruðum þeim, sem hann ferðaðist um þau
ár. Uppdrátturinn er upphaflega gerður fyrra árið, en
lagfærður síðara árið, og er þá mjög í sömu mynd og svæði
þetta er sýnt á Uppdrætti íslands. Uppdráttur þessi ber
það með sér, að Björn hefir mjög vel borið skyn á lands-
lag, enda.hefði honum verið ókleift að fullgera Uppdrátt
Islands, ef svo hefði ekki verið.
Starf Björns Gunnlaugssonar að Uppdrætti Islands er
þrekvirki, sem einungis var hægt að framkvæma með ósér-
plægni og dugnaði, og auk þess fullkomnum skilningi á
því, sem unnið var að, einkum um það að greina aðalat-
riðin frá aukaatriðunum. Þessi eiginleiki er fátíður, og
var því fágætari fyrir 100 árum, sem augu manna voru
þá ekki eins opin fyrir þýðingu þessa eins og nú er.
Björn Gunnlaugsson var yfirlætislaus maður, en hann
hefir verið stórhuga, því að það er stórhuga maður, sem
42 ára að aldri tekst það verk á hendur, að fullgera Upp-
drátt Islands. En þetta gerði Björn Gunnlaugsson.