Skírnir - 01.01.1938, Side 182
180
Töfrar brag’arháttanna.
[Skírnir
taki Tröllaslag með. Tröllaslagir voru án efa upphaflega
danslög og dansinn að líkindum stökkdans. Vér heyrum
fótatakið í hrynjandi vísunnar, og dansfróður maður ætti
að geta samið dans eftir hættinum. Eg tek sem dæmi „Tó-
bakslast", sem hefir verið eignað Stefáni Ólafssyni:
Tröllin öll í Týs höll
taki nú hrakið, tóbakið,
nýt ýta öll sveit
ælir og svælir þá brælu,
pípu grípa súrt saup,
sjúga og kúga sig bjúga,
nasir mása nóg hvæs,
nudda við suddann af rudda;
reykur stórum strýkur,
strax af munni fýkur,
svoddan æði sælugæði
segir margur ríkur;
leikmenn, presta, píkur
púkinn með því svíkur.
I>að er auðfundið, hvernig hendingarnar magna áherzl-
una. Vér heyrum dansarann „hlunka á“. —
Eg hefi nú drepið á einkenni þeirra frumþátta, sem
vísa er samsett af, og áhrif hvers atriðis út af fyrir sig,
og skal nú að lokum víkja að formi vísunnar í heild sinni
og svo því, hvernig vísur mynda kvæði.
Tala braglína í vísu veldur ekki litlu um form hennar.
Þær geta ekki verið færri en tvær, eins og t. d. þetta:
Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.
Eða afhending:
Afhendingin er mér kærst af öllum brögum,
þegar yrki óð af sögum.
I rímum eru braglínur aldrei fleiri en fjórar í vísu, en
hve mikla fjölbreytni má fá á rímnaháttunum innan þess-
ara takmarka, má ráða af því, að síra Helgi Sigurðsson
hefir í „Safni til bragfræði íslenzkra rímna“ talið 2267
hætti eða háttatilbrigði; þar af eru 588 tilbrigði af fer-