Skírnir - 01.01.1938, Page 185
Viðreisnin í Ástralíu.
Eftir Sir Herbert Gepp.
Blindbylur kreppunnar skall á í Ástralíu 1930 með
meiri ofsa og skyndilegar en dæmi voru til. Ástralía hafði
árum saman ár hvert eytt hér um bil £ 40 000 000 lánsfé,
er hún hafði fengið erlendis. Þau verk, sem unnin voru
íyrir þetta lánsfé, stöðvuðust, því að Ástralía komst að
raun um, nálega fyrirvaralaust, að hún gat ekki fengiö
einn eyri að láni erlendis. Nálega 30 % af þjóð vorri, er
áður höfðu arðsama atvinnu, urðu skyndilega atvinnu-
laus. Traustið var eyðilagt, öll útgjöld nema þau, sem
með engum hætti varð komizt hjá, stöðvuðust. Engin ný
hús voru reist, og verðið á útflutningsvörum vorum á er-
lendum markaði féll harkalega. Menn hugsuðu sér jafn-
vel, að það kynni að verða nauðsynlegt að lýsa yfir því, að
þjóðin væri í voða stödd.
En smám saman fór þjóðin að horfast í augu við stað-
Teyndirnar. Mikill meiri hluti ákvað að hjálpa á allan hátt
til þess að standa í skilum með vexti á erlendum lánum
°g greiðslu fyrir störf erlendis, jafnvel þótt það kostaði
bungar fórnir innanlands. Yfir £ 30 000 000 þurfti árlega
í þessar greiðslur til útlanda. Sambandsstjórnin og ríkis-
stjórnirnar unnu mjög mikið saman og fengu aðstoð
ftiargra af oss verzlunar- og iðnaðarmönnum, án tillits til
bess, í hvaða stétt eða flokki vér stóðum. Nálega einróma
samþykki einstaklinganna fékk sú tillaga stjórnarinnar,
að lækka um 22^ % vexti á öllum áströlskum skulda-
bréfum í höndum innlendra manna, og námu þau um
<£ 500 000 000. Með lögum var ákveðin lík niðurfærsla á
forgangshlutabréfum og skuldabréfum og öðrum verð-