Skírnir - 01.01.1938, Page 186
184
Viðreisnin í Ástralíu.
[Skírnir
bréfum með föstum vöxtum. Er vaxtaeigendur höfðu
þannig lagt sinn skerf fram, ákvað gerðardómur Sam-
bandsríkisins 10 % lækkun á stofnlaunum allra verka-
manna innan þinghár hans, og þessu var almennt fylgt
fram um allt sambandsríkið.
Þessi ákvörðun var tekin eftir langa og þolinmóðlega
rannsókn, þó að menn tæki það mjög sárt, af því að þeir
viðurkenndu, að óráðlegt væri að minnka kaupmátt almenn-
ings, ef ástandið væri ekki óheilbrigt. En menn skildu
samt sem áður, að nauðsyn bar til að gera allt til að vekja
traustið á ný og þar með glæða atvinnuna. Að gera fram-
leiðslukostnað aðalútflutningsvara vorra sem minnstan
var hins vegar mikilvægur þáttur í því að standa í skilum
við erlendar þjóðir. Ástralíumenn tóku ákvörðun gerðar-
dómsins drengilega sem hverri annari leiðinlegri nauð-
syn, og engin alvarleg truflun varð í iðnaðinum.
Sambandsbankinn, sem að nokkru leyti starfaði sem
varabanki sambandsríkisins og með almennum stuðningi
ríkisstjórnanna, felldi gjaldeyrinn í verði um 25 % miðað
við sterlingspundið. Gengislækkunin hækkaði verð á öll-
um frumvörum, þar með á gulli, öðrum málmum, ull, hveiti
og ávöxtum, svo að framleiðendurnir fengu 25 % hærra
verð í áströlskum gjaldeyri fyrir slíkar vörur, en verð
þeirra fór eftir verðlaginu erlendis. Ríkin lögðu á sérstak-
an atvinnuleysisskatt, og sambandsstjórnin hjálpaði ríkj-
unum á margan hátt til að halda uppi iðnaðinum og styðja
hann. Til dæmis veitti hún £ 500 000, sem úthlutað var af
sérstakri nefnd til ríkjanna, til þess að reisa við gullnámu-
iðnaðinn, sem fallið hafði úr sínu fyrra gengi á velmeg-
unarárunum, þegar framleiðslukostnaður var mikill og
verð á gulli lágt. Árið 1929 var gullframleiðslan komin
ofan í 432 000 únsur; 1937 var framleiðslan nál. 1400 000
únsur.
Hjálparaðgerðir voru skipulagðar, gjaldfrestur var
ákveðinn, til þess að vernda heiðvirða skuldunauta í neyð
þeirra, og frumframleiðendur, svo sem hveitiræktarmenn,
fengu hjálp um nokkur ár úr Sambandssjóði með tilstyrk