Skírnir - 01.01.1938, Page 188
„Ok nefndi tíu höfuðit —'
Einar Ól. Sveinsson hefir bent á það í ritgerð sinni Um
Njálu (bls. 111), að frásögn Njálu um þessi síðustu orð
Kols Þorsteinssonar er nauðalík sögn Laxdælu um dauða
Þorgils Höllusonar, og telur E. Ó. S. að skyldleiki muni
vera á milli. En sagan er svo í Njálu:
„Þenna inn sama morgin gekk Kári í borgina. Hann
kom þar at, er Kolr talði silfrit. Kári kenndi hann ok hljóp
at honum með sverð brugðit ok hjó á hálsinn. En hann
talði silfrit — ok nefndi tíu höfuðit, er þat fauk af boln-
um“.
Svipuð saga þessum tveim sögnum Njálu og Laxdælu
kemur fyrir hjá Ordericus Vitalis (um 1142) í Historia
Ecclesiastica 2. bd., 268. bls.: Waltheow greifi er kærður
fyrir drottinsvik, játar glæpi sína, og á að höggvast. Böð-
ullinn veitir honum frest að lesa faðir vor, en er hann
kemur að bæninni „eigi leið þú oss í freistni", tekur hann
að gráta svo ákaft, að hann má eigi fram halda bæninni.
Eigi að síður heggur nú böðullinn hann. „En þá mælti höf-
uðið, eftir að það var afhöggvið, í áheyrn allra, er við
voru staddir, hárri og skýrri röddu: „heldur frelsa oss frá
illu. Amen“.“ (Porro caput, postquam præsectum fuit,
cunctis qui aderant audientibus, clara et articulata voce
dixit: sed libera nos a malo. Amen.)
Þetta dæmi fann eg í grein eftir Georg Zappert, „Úber
den Ausdruck des geistigen Schmerzes im Mittelalter",
Denkschriften der Wiener Akademie der Wissenschaften
1854, Bd. 5, bls. 86. Stefán Einarsson.