Skírnir - 01.01.1938, Side 190
188
Ritdómar.
[Skírnir
hinni svonefndu orkuhyggju, eða að því, að orkan sé sameiginleg
undirstaða efnis og anda. Þrír næstu kaflar fjalla svo um þróun
mannsins, þróun mænukerfisins og þi-óun meðvitundarinnar. Rek-
ur höfundur þar þróunarsöguna, stig af stigi, alla leið frá lægstu
frumdýrum til mannsins. Er þar gerð grein fyrir mismuninum á
sálarlífi manna og dýra og sýnt fram á, í hverju yfirburðir manns-
ins yfir dýrin eru fólgnir. Þá tekur við nýr kafli (VI.) um einka-
þróun, arfgengi og kirtlavessun, og er þar skýrt frá helztu rann-
sóknum, sem gerðar hafa verið á þessu sviði á síðustu árum. Er
þessi þáttur sálarfræðinnar alveg nýlega kominn í vísindalegt horf,
en er næsta þýðingarmikill. Virðist óyggjandi, að andlegur þroski,
sem og tilfinningar vorar og hvatir, séu mjög háð efnafari líkamans,
og þá einkum kirtlavessun hans.
Þá hefst hin venjulega sálarfræði mannsins á nýjum greinar-
góðum kafla (VII.) um bernskulíf mannsins. Því næst tekur við
kafli um sjálfið og þróun þess, og hefir höfundur aukið hann að
miklum mun og bætt. Þá koma nýir kaflar, annar um hugtakið sál-
arorku og hvernig því er beitt í nútímasálarfræði, og hinn um skyn-
ræna og hugkvæma athygli.
Kaflarnir XI.—XVIII. fjalla um skynjanir og vitsmunalíf manna,
og þar af er einn kafli (XVIII.) um gáfnapróf alveg nýr. Því næst
koma átta kaflar um geðslag manna og tilfinningalíf, og er þar einn
kaflinn (XXIV.), um meiri- og minniháttarkennd nýr. Þá taka við
þrír kaflar um hvatalíf manna og vilja, og er einn þeirra, sem fjall-
ar um sálkönnun (Psychoanalyse) alveg nýr. Loks fjallar síðasti
(XXX.) kaflinn um persónubrigði og persónuskipti.
Hér er eigi rúm til þess að rekja efni þessa veigamikla rits, sem
er meira en 500 bls. í stóru broti, og þar með hið langstærsta rit
um sálarfræði á íslenzku. Þar er að finna geysimikinn fróðleik,
því að frásögn höfundar er efnisrík og laus við málalengingar.
Ritið ber vitni um frábæran lærdóm höfundar; heimildarrit hans
eru hvorki einskorðuð við neinn „skóla“ né sérstakt tungumál,
heldur hefir höf. kynnt sér vandlega rit helztu sálfræðinga á þrem-
ur heimsmálunum, auk rannsókna þeirra, sem gerðar hafa verið á
Norðurlöndum, en þeim er höfundur auðvitað þaulkunnugur. Höf-
undi er sýnt um að gera grein fyrir ólíkum stefnum og sjónarmið-
um. Hann er jafn-handgenginn hinni nýju félagslegu sálarfræði,
sem getið hefir af sér margar ágætar rannsóknir i Frakklandi,
hinni „skiljandi“ og menningarheimspekilegu sálarfræði Þjóðverj-
ans Sprangers, hátternisstefnu Watsons og sálkönnun Freuds og
lærisveina hans, svo að tekin séu einhver dæmi. Allar þessar nýju
stefnur innan sálarfræðinnar voru annað hvort ekki komnar fram
eða á byrjunarstigi, þegar höfundur reit fyrri sálarfræði sína. En
í þessari bók sinni hefir hann, að því er mér virðist, gert hinum