Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 191
Skírnir]
Ritdómar.
189
helztu nýju rannsóknum og stefnum góð skil og tekið afstöðu til
þeirra og gagnrýnt þær.
Eg sagði áður, að bók þessi væri fremur nýtt rit en önnur út-
gáfa af fyrri sálarfræði höfundar. Þetta á ekki einungis við efni,
heldur einnig við stil og efnismeðferð. Að efninu til er bók þessi
að verulegu leyti ný, þar sem alstaðar er tekið tillit til þeirra rann-
sókna, sem gerðar hafa verið, síðan fyrri útgáfa bókarinnar kom
út. En framför þá, sem ritið sýnir í stíl og efnismeðferð, þykir mér
þó ekki minna um vert. Höfundur stendur hér á hátindi ritmennsku
sinnar. Getur engum, sem ber saman fyrri og seinni útgáfu rits
þessa, dulizt hinn mikli munur, sem á þeim er að þessu leyti. Frá-
sögnin er öll skýrari, fastari, þaulhugsaðri og gagnorðari í hinni
seinni. í fyrri útgáfunni sáust nokkurir stílgallar og í einstaka stað
brá jafnvel fyrir málalengingum. Fáum mun detta í hug, hve geysi
erfitt verk það var fyrir meira en 20 árum að semja almenna sálar-
fræði á íslenzku, þar sem gera þurfti grein fyrir aðalhugtökum
þeim, sem heil vísindagrein beitir, og finna þurfti og mynda íslenzk
■orð yfir allan þorra þessara hugtaka. Það er því skiljanlegt, að oss,
eftir meira en 20 ár, finnist ýmislegt hafa mátt betur fara í fyrri
útgáfunni. En sá, sem les hina nýju bók Ágústs H. Bjarnasonar,
sér þess fljótt ánægjulegt merki, að höfundur hefir ekki þreytzt á
að hugsa vandamálin að nýju. Málið fellur þarna víðast hvar svo
eðlilega að hugsuninni, að lesandanum kemur ekki annað til hugar
en að íslenzkan sé æfagamalt heimspekimál; hann grunar ekki ann-
að en að sum nýyrðin, sem þarna eru, séu fornyrði, svo vel eru
þau mynduð. Mér finnst samanburður á fyrri og seinni útgáfu
þessarar bókar vera talandi tákn þess, hvilikum framförum heim-
spekileg hugsun og tunga hafa tekið hér á íslandi tvo síðustu ára-
tugina. Án þess að menn hafi tekið eftir, hefir íslenzk tunga og
hugsun lagt undir fót nýtt land, nýtt menningarsvið. Og það er
fyrst og fremst að þakka elju og vandvirkni Ágústs H. Bjarna-
sonar.
Lesandi umrædds rits verður þess fljótt áskynja, að höfundur
þess er mjög orðhagur maður, og mér er til efs, að margar há-
fræðilegar bækur séu til á íslenzku, sem jafn-vel eru ritaðar og
þessi bók hans, jafnvel þótt fræðigreinin sé miklu eldri í bókmenn-
'ugu vorri. S'jálfsagt mætti þó eitthvað það tilfæra, sem orkað
gæti tvímæla og betur sýnist geta farið, ef farið væri í smámuna-
Jega lúsaleit, og er slíkt ekki tiltökumál í jafnlöngu riti um alþjóða-
vísindalegt efni. Til fróðleiks set eg hér sýnishorn af orðum þeim,
sem höfundur notar yfir sálfræðileg hugtök: aðlögun: adaptation;
hlutlægur: objectiv; huglægur: subjectiv; samtími: synchronie;
(hvata)bæling: repression, Verdrángung; manngerð: type; einbeit-
lng: concentration; áreiti: stimulus; vöðvaspenna: tonus; hvati: