Skírnir - 01.01.1938, Page 193
Skírnir]
Ritdómar.
191
til að túlka það að efni til og lýsa afstöðu þess til annara rita P. s.
bæði fyrr og síðar. En úr þessu er svo doktorsritgerð hans við há-
skólann í Leipzig til orðin, tileinkuð einum aðalkennara hans, próf.
Theodor Litt.
Þetta rit P. s. nefnist: Nachforschungen úber den Gang der Natur
in der entwicklung des Menschengeschlechts, 1797 (Eftirgrennslan-
ir um gang náttúrunnar í þróun mannkynsins). Að þeirra tíma sið
skiptir P. þróun þessari i þrennt: 1., náttúruástandið; 2., valdstjórn-
arástandið og 3., hið félagslega, siðferðilega ástand. I fyrsta ástand-
inu ráða hinar dýrslegu og eigingjörnu hvatir manna mestu; í öðru
ástandinu harðstjórn yfirdrottnanna og eigingirni; en í þriðja á-
standinu hin siðferðilega sjálfsgöfgun manna, ást og umburðar-
lyndi. Ekki álítur P. sjálfur þetta þó sannsögulega skiptingu, held-
ur aðeins fræðilega, því að enn geti allt þetta þrennt farið saman
bæði hjá einstaklingum og þjóðum, enda aðalmarkmiðið að sýna
fram á, hvernig siðgæðið nái smámsaman tökum á hugum manna
og breytni.
Náttúrusamband mannsins, sem P. lýsir á miklu raunsærri hátt
en Rousseau hafði gert, notar hann aðeins sem einskonar baksýn
og til þess eins, að geta gert sér sem gleggsta grein fyrir uppruna
og eðli hinnar ytri menningar. I náttúruástandinu lætur maðurinn
því nær einvörðungu stjórnast af hinum dýrslegu og eigingjörnu
hvötum sínum og gerir lítinn eða engan greinarmun góðs og ills í
siðferðilegu tilliti. Líði honum sjálfum vel, finnur hann aðeins til
óvirkrar góðvildar gagnvart öðrum. En er hvatir hans og fýsnir
magnast, verður hanh líkari dýri en manni. Og magnist mótspyrnan
gegn þægingu þarfa hans, verður hann að óarga dýri. En megni
hann ekki að sigra mótspyrnuna beinlínis, kemur slægðin og
grimmdin upp i honum. Þetta náttúruástand verður að lokum bellum
ovnnium contra omnes, stríð allra gegn öllum. En þá fara mennirnir,
sér til bjargar, að hópa sig í samfélög og afla sér liðveizlu og lið-
styrks með ættartengslum og öðru hver gegn öðrum. Einn verður
þá foringinn, sem hinir leita halds og trausts hjá til sóknar og
Varnar.
Með þessu kemst valdstjórnarskipulagið á og í slcjóli þess hin
ytri siðmenning (Civilisation). Menn fara að reisa sér byggðir og
bú og setja sér lög og réttarvenjur fyrir sig og eignir sínar. Fyrir
orétt þann, er þeir hafa orðið að þola því nær bótalaust í nátt-
úruástandinu, skapa þeir sér í skjóli valdhafanna löghelgaðan rétt
°S reyna svo að hagnýta sér hann í eigin hagsmuna skyni. Þeir
sem hraustari eru, ríkari eða slægari, ná yfirráðum yfir hin-
um, sem þá verða þegnar þeirra eða þjónar, eða, þegar verst
gegnir, ánauðugir þrælar þeirra. Þá er aftur komið úr öskunni í
eldinn. Eins og menn í náttúruástandinu létu blekkjast af hinum