Skírnir - 01.01.1938, Page 194
192
Ritdómar.
[Skírnir
dýrslegu hvötum sínum og eigingirni sinni, hafa menn nú látið
blekkjast af styrkleika og auðlegð valdhafanna. Stjórnandinn er
orðinn allt í senn: ákærandi, dómari og böðull. Og ekki bætir það úr
skák, er kirkjan leggst á sveif með valdhöfunum og heldur lýðnum
niðri í fáfræði og fátækt, nefnir það náðarbrauð, er hrýtur af borð-
um hinna auðugri, en guðlega náð, að mönnum er ekki steypt í
algera glötun bæði þessa heims og annars. Loks skilst hinum und-
irokuðu þrælkun sú, sem þeir eru komnir í. Eins og í stjórnarbylt-
ingunni miklu, sem þá var nýliðin hjá á Frakklandi, gera þeir upp-
reisn gegn veraldlega og andlega valdinu, og auðvitað beita upp-
reisnarforingjarnir sjálfir valdi og blóðsúthellingum til þess að ná
völdunum og halda þeim. En þá tekur oft ekki betra við, því að þá
geysast uppreisnarforingjarnir hver gegn öðrum. Bezt og æskilegast
er þriðja ástandið, ef það næst: þjóðlyndið og lýðstjórnarfyrir-
komulagið með vaxandi mildi og siðgæði og trúmennsku í starfi
hvers einstaks manns til alþjóðar heilla, því að þá fara hugsjón-
irnar um manngöfgi, mannúðlegt réttlæti og þegnskap að láta til
sín taka.
Lýðstjórnarskipulagið hvilir á frelsi og sjálfstæði borgaranna
og þegnlegri samvinnu. Eru það einkum hinar heilbrigðu og heið-
virðu millistéttir, sem eru hellubjarg þjóðfélagsins, því að þær
vinna að friðsamlegri þróun menningarinnar á öllum sviðum, en á
móti ofbeldi og kúgun. í stað ófyrirleitinnar eigingirni, fara menn
nú að heimta sín löghelguðu mannréttindi í heiðri höfð, en
jafnframt að taka fullt tillit til jafnréttis annara. Og nú verður
hin óvirka velvild, sem áður var, að starfandi þegnskap og fórn-
andi ást í þágu lands og þjóðar. — „Hreint sonarþel er uppspretta
þess frelsis, er hvílir á réttlæti; og hreint föðurþel er uppspretta
þeirrar valdsmennsku, sem er nógu göfug til að gera það, sem rétt
er, og unna frelsinu . . . Því frelsi, sem bindur mig við byggð og bú,
konu og barn, vin og nágranna og við föðurlandið . . . og fær mig
til að breyta föðurlega við allt þetta í krafti viturlegra laga . .
(bls. 76—77).
Samfara þessu þriðja stigi fer siðferðileg sjálfsgöfgun og svo-
nefnd innri menning (Kultur). P. fullyrðir alltaf öðrum þræði, að
siðgæðið eigi upptök sín í manninum sjálfum, en á hinn bóginn
verði þó að leiða hann inn á brautir siðferðilegrar sjálfsgöfgunar
með uppeldinu og með því að glæða réttlætistilfinningu hans og
trúarlíf (bls. 85). Verði þá samvizka hans smámsaman sá „innri
dórnari", er sýni honum bæði fram á ófullkomleik sjálfs hans og
hvað honum beri að gera: „Eg göfga sjálfan mig, þegar eg bæði
get það og vil, sem mér ber að gera“ (bls. 87). — P. virðist ekki
vera það fyllilega ljóst, að siðgæðið eigi rót sína að rekja til samlífs
manna, að það séu siðferðiskröfur annara til mín, er mér beri að