Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 195
Skírnir]
Ritdómar.
193
taka tillit til, auk þess sem eg einatt á í höggi við mínar eigingjörnu
hvatir og tilfinningar. Þetta kostar þó einatt hvatabaráttu eða
hreint sálarstríð. En hinni siðferðilegu þróun lýsir P. í eftirfarandi
líkingu. Eins og jurtin rennur upp af fræi sínu, eins þroskast sið-
gæðið frá fyrsta frjóanga upp í það að bera blóm og aldini: „Milli
hinnar dýrslegu ófullkomnunar og siðferðilegrar fullkomnunar
liggur heill heimur, sem hvorki getur borið sakleysi hins óþroskaða
frjóhnapps né heldur fullkomnun hins þroskaða aldinis, kynslóðir,
sem hvorki geta lifað í dýrslegu sakleysi né heldur fullkomnum sið-
ferðilegum hreinleika á jörðu hér“ (bls. 89). Milli frjóhnapps og
•aldinis liggur hin örðuga leið þróunarinnar; frjóhnappurinn á eftir
að verða að blómi og blómið að aldini. En þessi þróun kostar stríð
og baráttu. Fyrst missir maðurinn sakleysi sitt; í öðru lagi verður
hann sektar sinnar meðvitandi; en þá vaknar í þriðja lagi þráin til
þróunar og sjálfsgöfgunar, og í fjórða lagi löngunin til að leggja
út í stríðið fyrir siðferðilegri fullkomnun sinni; en í skjóli þessa,
og því betur sem stríðið sækist, festir siðgæðið rætur i manni; og
líkt og ungbarnið hlær hinn nýi Adam á rústum hins gamla og hleð-
ur sér guðshús sitt á hinni grýttu braut upp á við til nýs og betra
lífs (bls. 90).
En hvað er það þá, sem hjálpar manni til þessa æðra lífs? Fyrst
■er málið. Það er undirstaða þess, að menn geti gert sig hver öðr-
um skiljanlega, að þeir geti vitað, til hvers þeir ætlast hver af öðr-
um: — „Mállaus maður er skepna; en er hann tekur að mæla, verð-
ur hann að manni . .. Með málinu er einangrunin upphafin og
maðurinn orðinn að félagslyndari veru“ (bls. 99). Það, sem tengir
mennina hvern öðrum, er þó ekki svo mjög málið, sem hlýjan, ást-
úðin og félagslyndið. Einkum er það þó sambandið milli móður og
barns, sem elur ást og trúnaðartraust. En þetta sigrar eigingirni
manns og sérgæðingshátt. Heimilislífinu má líkja við hinn síbrenn-
andi arineld, sem yljar og glæðir allt í kringum sig og þar sem öll-
um líður vel. Þar skilja menn hver annan og hjálpa hver öðrum,
og þar elska menn hver annan frekar en nokkurs staðar annars
staðar á jarðríki. En út frá heimilunum verða þjóðfélögin til; þau
mynda svo að segja hlekkina í keðju þessa allsherjar samlífs. En
þar verður einn að laga sig eftir öðrum til sameiginlegra átaka. Og
þar dugar engin veiklynd ást lengur, heldur félagslyndi og þegn-
skapur, sem er við því búinn að reyna á sig og jafnvel að líða og
;stríða fyrir heildina. Fyrir sameiginlegar venjur, siði, trú og mál,
er eg orðinn óaðskiljanlegur hluti félagslífsins, og án þess get eg
hvorki starfað né notið mín, enda hefir það mótað mig í sinni mynd
°g likingu. Þess vegna fórna eg því líka öllu því, sem eg get, hugs-
unum mínum, starfinu og jafnvel lífinu, þegar því er að skipta. Eigi
þjóðin t. d. einhverjum sameiginlegum óvini að mæta, gengur sér-
13