Skírnir - 01.01.1938, Síða 196
194
Ritdómar.
[Skírnir-
hver vopnfær maður fram á vígvöllinn og lætur jafnvel líf sitt.
fyrir hana. Á hinn bóginn verður hann í þjóðfélaginu verndar að-
njótandi á lífi og eignum, og þannig haldast réttindi og skyldur í
hendur innan vébanda hvers þjóðfélags.
En hvernig verð eg nú sjálfur að siðferðilega þjálfuðum ein-
staklingi? — „Eg hefi í mér fólgið afl til þess að setja mér fyrir-
hugskotssjónir, óháð öllum holdlegum hvötum minum og öllum fé-
lagslegum aðstæðum, allt það á þessari jörð, er stuðlað getur að;
innri göfgun minni, og ýmist að þrá það eða hafna því út frá þessu
sjónarmiði“ (bls. 110). En þetta „afl“, sem P. nefnir svo, er ekki ann-
að en samvizkan, er segir mér, hvað rétt sé og mér beri að gera,.
og svo hinn markvísi vilji, óháður ytri þvingun og innri fýsnum.
mínum, eða öllu heldur löngunin til að verða að sönnum og góð-
um manni. — En þótt eg hafi nú siðferðilega réttan skilning á því,,
sem mér ber að gera, er ekki þar með sagt, að eg geri það. En P.
lítur svo á, sem þráin til siðferðilegrar fullkomnunar sé svo sterk:
í mönnum, að hún sé einskonar „lögmál“ og meira að segja æðsta
lögmál náttúrunnar. Hér kemur hvað bezt í ljós bjartsýni P.s. á
manneðlið.
En hvað er það þá, sem í raun og veru beinir manni inn á
brautir siðferðilegrar sjálfsgöfgunar? — Fyrst og fremst ástin,
og þessu næst trúfesti sú og fórnfýsi, er af henni leiðir. Þá vin-
átta og félagslyndi og virðingin fyrir manngöfgi annara. Loks er
það sjálft skylduboðið, er býður manni að breyta vel og réttilega
við alla. En í siðferðilegum vanmætti mínum leita eg líka Guðs
og fæ þaðan þrótt til siðferðilegrar sjálfsgöfgunar: — „Eg hefi:
fundið þann eilífa í sjálfum mér; eg hefi séð vegi hans; eg hefi
lesið lögmál almættis hans i duftinu; eg hefi fundið lögmál ástar
hans í hjarta mínu; — eg veit, á hvern eg trúi“ (bls. 151). Það
er m. ö. o. guðdómsneistinn í sjálfum mér, er gerir mér fært að
göfga sjálfan mig, og það er hann, sem berst á móti hinu illa og
ófullkomna í eðli mínu. Jafnmikið og P. leggur upp úr þessari innri
siðferðis- og trúartilfinningu, jafnlítið leggur hann upp úr svo-
nefndum rétttrúnaði og ytri verkhelgi. En þar sem siðgæði og trú
fallast í faðma, mynda þær í sameiningu viðleitnina til hinnar
æðstu sjálfsgöfgunar.
Vilji menn að lokum draga það saman í sem fæstum orðum,-
hver séu helztu skilyrðin fyrir þróun siðgæðisins hjá manninum
og áframhaldandi menningu, eru þau aðallega fjögur: 1., að mað-
urinn hefji sig upp yfir hinar dýrslegu hvatir sínar; 2., að hann fái
aukinn skilning og ást á hinum æðri verðmætum, 3., að hann verði
gagntekinn af þeirri menningu, er siðgæði hans og trú hafa skapað
og 4., starfi þar af leiðandi að áframhaldandi þróun menningarinn-
ar til æðra og göfugra lífs. Það er sitt hvað ytri siðfágun og innri