Skírnir - 01.01.1938, Page 197
Skírnir]
Ritdómar.
195
siðmenning, en uppeldið á sérstaklega að vinna og hlynna að hinni
innri siðmenningu, og ríkisvaldið á að vernda hana og varðveita.
Þannig er þá riti þessu lýst í túlkun dr. Matthíasar, og virðist
hún öll hin vandaðasta. En ekki er mér grunlaust um, að hann
hafi látið hrífast svo af hugarferli P.s. og sjónarmiðum, að hann
hafi misst sjónar á veilunum í röksemdafærslu hans. Er þó sálar-
fræði P.s. mjög áfátt, svonefnd hæfileika-sálarfræði, er lætur „hæfi-
leika“ eða „öfl“ sálai’innar leysa úr öllum vanda. Þannig talar P.
um frelsi og sjálfræði einstaklingsins sem „öfl“, er ekki þurfi frek-
ari skýringar við, og um siðferðisviðleitnina sem „lögmál“ og jafn-
vel æðsta lögmál náttúrunnar. Loks á skynsemi manna eða öllu
heldur „samhæfing skynseminnar“ (die Synthese der Vemufnt) að
samhæfa þekking og vilja; þekkingarviðleitni manna og siðferð-
isviðleitni eiga að vera af sama toga spunnar (sbr. bls. 15, 33, 111
og 115). En eg fæ ekki betur séð en að þetta sé sitt hvað og þurfi
alls ekki að fara saman. Allur siðferðisþroski virðist mér undir því
kominn, að mönnum takist að göfga hvatir sínar og stefna þeim til
æðri markmiða. En þeim er dr. Matthías jafn-hrifinn af og hann er
hrifinn af Pestalozzi, og er vonandi, að honum megi auðnast að
vinna í anda hans. Á. H. B.
Símon Jóhannes Agústsson, Licencié es Lettres, Dokteur de
l’Université de Paris: La Doctrine d’Education de Georg Kerschen-
steiner, Par. 1936, 320 bls.
Þessi fallega og myndarlega bók er doktorsritgerð, varin fyrir
doktorsnafnbót í heimspeki við háskólann í París vorið 1936. Hlaut
höf. hæsta heiður fyrir bók og vörn. En bókin er helguð minningu
Baldurs Sveinssonar blaðamanns, vinar höf. og kennara, og ræðir
um uppeldisfræði Georgs Kerschensteiners.
Þjóðverjinn Georg Kerschensteiner (1854—1932) varð einn
hinn helzti uppeldisfræðingur vorra tíma. Hann gekk í kennara-
skóla í æsku og gerðist barnakennari. En svo brauzt hann til
mennta, tók stúdentspróf og stundaði síðan háskólanám, fyrst í
stærðfræði og eðlisfræði, síðan í jurta- og dýrafræði, en jafnframt
náminu hafði hann á hendi kennslu við æðri skóla. Síðan varð hann
fræðslumálastjóri og forstöðumaður svonefndra iðjuskóla í
Miinchen, er hann mun hafa komið fyrir í samfellt kerfi, og varð
einna víðkunnastur fyrir. Upp af öllu þessu skóla- og fræðslustarfi
hans spruttu svo seint og um síðir skoðanir hans á skóla- og upp-
eldismálum yfirleitt, svo og siðaskoðanir þær, er auðkenna alla upp-
eldisfræði hans. Kemur allt þetta einna bezt í ljós í höfuðriti hans:
Theorie der Bildung (1926). En það er sérstaklega þetta rit hans,
sem dr. Símon rekur og brýtur til mergjar í þessu doktorsriti sínu.
Kerschensteiner greinir í milli uppeldisins, menningar þeirrar,
13*