Skírnir - 01.01.1938, Side 199
Skírnir]
Ritdómar.
197
„Það er einskonar siðaskyn (scns de valeur), sem vakið er við
menningargæðin, en er skipulagt eftir einstaklingseðli manns; en
hvaða spennivídd og dýpt það nær, er ekki takmarkað af öðru en
einstaklingseðlinu“. Ef staðið hefði: „æðstu og varanlegustu menn-
ingargæðin“, þá þyrftu menn fyrst, eins og höf. bendir réttilega á,
að hafa komið sér saman um, hver væru æðstu og varanlegustu
menningargæðin, en nú segir K. aðeins ,,menningargæðin“, og þau
eru nokkur alstaðar, jafnvel hjá hinum lægri og lægstu þjóðum.
En hvað „sönn“ menning sé, verða menn sennilega seint sam-
mála um.
í öðru lagi finnur dr. Símon réttilega að þvi, að siðgæðis-hugtak
K.s sé of almennt og innantómt. Siðgæðið á að vera fólgið í „innra
samræmi". En það getur átt við svo margt. Og þar vaknar gamla
spurningin, hvort betra sé að vera ánægt fífl eða óánægður Só-
krates. Margir þeirra, sem ekki hafa snefil af siðgæði til að bera,
eru hinir ánægðustu með sjálfa sig, en hinir siðvöndustu sí óánægð-
ir með sjálfa sig og aðra. Takist þeim samt sem áður að koma á
samræmi í sinni eigin sál, er það óefað meira virði en sjálfsánægja
hinna fyrnefndu. En siðgæðið er í þvi fólgið að gera það, sem álít-
ast verður gott og rétt, af fúsum og frjálsum vilja.
Þá finnur höf. í þriðja lagi réttilega að því, að K. líti of mjög
og því nær eingöngu á uppeldið í skólunum, sem þó aðallega séu
ætlaðir til lærdóms, en sjáist yfir hin mörgu og miklu uppeldis-
áhrif utan skólans, á heimilunum og í umhverfi manna, í leik og
í lífi.
Loks hyggur K., að menningaráhrifin séu sérstaklega bundin við
iðju þá eða starf það, er maðurinn temur sér. En dr. Símon bendir
á, að þau komi fyrst og fremst frá siðum og háttum þeirra, sem
barnið elst upp hjá, frá máli og arfsögn og öllum þeim skoðunum,
sem komið sé inn hjá barninu. Auk þess sé lifsstarfið stundum svo
snautt að menningargildi og siðgöfgandi áhrifum, að menn verði
að leita þeirra annarsstaðar. Oft sé það og svo, þegar starfið sé
orðið manni tamt og eiginlegt, að maður láti hugann reika til ann-
ars, inn í sælulönd draumlyndisins, eins og Pétur Gautur, er hann
var að fella við í skóginum og hélt sig vera að berjast við brynvar-
inn þurs. S'jálfur segist höf. hafa orðið að vinna fyrir sér bæði
sem sjómaður og verkamaður, en þá hafi hugur sinn oft reikað
víða; og um einn vin sinn, beyki, viti hann, að hann hafi ort mörg
sín dýrustu kvæði, á meðan hann var að gyrða tunnur sínar. Þann-
ig fari hugur og hönd oft hvort sína leið, og auk þess loki K. aug-
unum fyrir hinum siðgöfgandi áhrifum leiks og lista, svo og öðr-
um áhrifum, sem maðurinn verði fyrir í lífi sínu og starfi.
Þá bendir höf. loks á það, að til séu margskonar uppalendur,
aðrir en kennarar, og þeir séu meira að segja næsta ólíkir. Sumir,