Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 201
Skírnir]
Ritdómar.
199
ing og fjölmörg einstök atriði þessara kvæða sinna. En hann lætur
sér engan veginn nægja að fylgja Hómer í blindni — eins og mörg
skáld gerðu —, heldur hefir hann skapað frumlegt rómverskt lista-
•verk, er lýsir bæði glæsilegri stílfegurð og djúpri skáldskapargáfu.
Auk Hómers hefir hann haft ýmis önnur skáld, bæði grísk og róm-
■versk, sér til hliðsjónar. En út í það verður ekki farið hér. Dóm-
arnir um skáldskap Virgils, og þá einkum Aeneasarkviðu, hafa ver-
ið æði misjafnir, og ræður þar miklu tíðarandi og það, hvaða mæli-
kvarði er lagður á hann. Eru þeir margir, er telja, að skáldskapar-
gáfa Virgils njóti sín enn betur í öðrum kvæðabálki hans, „Land-
búnaðarljóðunum“ (Georgica).
Það er um eina hlið skáldskapareinkenna Virgils, sem rit dr. Jóns
Gíslasonar fjallar, en það eru náttúrulýsingarnar í Aeneasarkviðu.
Höf. skiptir riti sínu í tvo kafla. Fjallar sá fyrri um náttúrulýsing-
arnar sjálfar, en sá síðari um þær, er birtast í likingum kvæðanna,
en þær voru afar tíðar í fornum slcáldskap. Sýnir höf. fram á, að
náttúrulýsinga gæti mun meira hjá Virgli en almennt sé álitið og
menn taki eftir við fljótan lestur. Sýni skáldið þar djúpa ást og
næman skilning á náttúrunni og fyrirbrigðum hennar, jafnt smá-
um sem stórum. Hafi hann að visu víða Hómer (o. fl.) til fyrir-
myndar í þessum efnum, en hjá honum séu náttúrulýsingarnar í
-enn nánara, lífrænna sambandi við sögupersónurnar en hjá Hómer.
Leikandi, barnsleg snilli gríska skáldsins sekkur sér stundum svo
niður í likingarnar, að hann nærri því gleymir sér, lætur aðalatrið-
ið víkja fyrir líkingunni. Slíks gætir miklu síður hjá Virgli, þar
sem allt verður að lúta fastri, skipulegri byggingu listaverksins.
Kemur þar e. t. v. fram skapgerðarmunur Grikkjans og Rómverj-
uns, snilli og hugmyndaflug Grikkjans, en rökvísi, hagsýni og spar-
ueytni Rómverjans.
Ritið sýnir glöggan skilning á rómverska skáldinu og víðtæka
þekkingu á verkum hans, enda ritað með þýzkri vandvirkni og ná-
kvæmni. Eru sumir kaflarnir prýðilega ritaðir, einkum þykja mér
kaflarnir um nætur- og morgunlýsingar og býflugnalýsingar ágætar.
Kristinn Ármannsson.
íslenzk fornrit, III. bindi: BorgfirSinga sögur (Hænsa-Þól’is saga,
Gunnlaugs saga ormstungu, Bjarnar saga Hítdælakappa, Heiðar-
viga saga, Gísls þáttr Illugasonar). Sigurður Nordal og Guðni Jóns-
son gáfu út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík MCMXXXVIII;
clv + 363 bls. Fimm myndir og tvö landabréf prýða bókina.
Hvert skipti, sem nýtt bindi kemur út á vegum Hins íslenzka
fornritafélags, hefir verið unnið stórvirki, sem erfitt eða jafnvel
okleift er að meta til fulls öðrum en þeim, er sjálfir hafa meira eða
^inna unnið að sams konar störfum, en flestir eiga þess einhvern