Skírnir - 01.01.1938, Page 204
202
Ritdómar.
[Skírnir
um herför sunnanmanna og Borgarvirki, séu „að engu hafandi", þó
að þau kunni að hafa aflagazt. Eftir því, sem vitað er um mála-
tilbúnað á þessum tímum, hljóta sunnanmenn að hafa farið stefnu-
för norður, og það má nærri því telja vafalaust, að þeir hafi farið
allf jölmennir. Barði og stuðningsmenn hans voru þá neyddir til að
hafa viðbúnað á móti, því að mörg dæmi eru þess, að víg hlutust af
stefnuförum, þótt minni væri deiluefni en hér. Þeir Barði áttu tvo
kosti fyrir hendi. Sá var annar, að draga saman lið á móti, en það
var langt frá því mannhættulaust og staðhættir eigi svo, að hægt
væri að verja allt héraðið. (Sbr. stefnuför Snorra goða til Borg-
arfjarðar 1008, sem áður hefir verið sagt frá í sögunni, og stefnu-
för Hafliða Mássonar 1121). Hinn var að gera vígi svo öruggt, að
það yrði eigi tekið með áhlaupi, en um langa umsát gat tæplega
verið að ræða, eins og próf. S. N. hefir bent á. Síðara kostinn ætla ég,
að Barði hafi tekið, að ráðum Þórarins og Snorra goða, og látið
gera Borgarvirki, þegar leið að stefnudögum vorið 1015. Til þess
hafði hann nægan tíma. Við virkið hafa eflaust orðið orðaskipti
og sunnanmenn hafa ef til vill gert tilraun til aðsóknar, en án ár-
angurs. Það skipti gat Barði vel hafa haft 150 manns á að skipa,
þar sem líkur eru til, að hann hafi verið í frændsemi, tengslum
og vinfengi við flesta eða alla goðana í Húnavatnsþingi, ef B. M. Ó.
hefir þá reiknað þetta rétt. í sögnum þeim, er Páll Vídalín tilfærir,
er hvergi berum orðum sagt, á hvaða tíma árs sunnanmenn hafi
komið, þótt menn virðist almennt hafa skilið þær svo, að það hafi
verið að hausti til, en af einum atburði má þó ráða, að það hafi
einmitt verið um vor: Munnmælin herma, að Barði hafi sett verði
á Rauðanúp og Þóreyjarnúp. Það er augljóst, að þeirra voru engin
not nema á þeim tíma, er nótt var björt. Samkvæmt munnmælun-
um höfðu þeir Barði heldur ekki setu í Borgarvirki, heldur fóru
þangað fyrst, er hinir komu, og fer það ekki í bága við söguna.
Seta í Ásbjarnarnesi gat vel dugað fyrir skyndiherhlaupum sunn-
anmanna, er varla gátu nema fáir menn tekið þátt í að vetri til.
Guðni Jónsson mag. art. hefir búið textann undir prentun og
samið ættarskrá og nafnaskrá, en báðir eiga útgefendur þátt í
skýringunum neðanmáls, og er það allt prýðilega af hendi leyst,
eins og vænta mátti. Þó hefir ónákvæmni slæðst inn í skýringar-
grein á einstaka stað. Á 66. bls. er Tin-Forni sagður systursonur
Þorgríms goða, en skv. Landnámu voru þeir að þriðja og fjórða.
Á 129. bls. segir, að Björn Hítdælakappi hafi komið 13 vetra að
Borg, en skv. sögunni hefir hann verið 12 vetra, því að þar hafði
hann verið 5 vetur, er skip það kom út, sem hann fór utan með
vetri síöar. Á 180. bls. er hiklaust talið, að Þorbjörg digra Ólafs-
dóttir pá hafi verið móðir Þorfinnu Vermundardóttur hins mjóva,
og er það skv. Laxdælu, en Hauksbók Landnámu telur Þorfinnu