Skírnir - 01.01.1938, Síða 206
204
Ritdómar.
[Skírnir
leið undir lok. Segir þar frá fundi landsins og landnámi, stofnun
allsherjarríkisins, stjórnskipulögum þess, kristnitökunni og réttar-
heimildum lýðveldisins. Þá er allítarlegur kafli um stjórnarskipun-
ina samkv. Grágás, ennfremur um Grænland, og loks sagt frá lok-
um lýðveldisins. Annar þátturinn nær yfir tímabilið frá 1262 til
1918. Skiptir höf. þeim þætti í þrennt: Fyrsti kaflinn nær yfir
tímabilið 1262—1662 og segir þar frá Gamla sáttmála, lögbókunum
og stjórnarskipun landsins samkvæmt Jónsbók; auk þess gefur höf.
þar yfirlit yfir pólitiska sögu landsins og fjármálastefnu konungs-
valdsins viðvíkjandi fslandi á þessum tímum. Annar kaflinn er um
tímabilið 1662—1874. Lýsir höf. þar upptökum einveldisins og af-
leiðingum þess, Kílarfriðnum og þýðingu hans um réttarstöðu
landsins, endurreisn alþingis og stjórnarskrárdeilunni fram til
1874. Þriðji kaflinn er svo um stöðu landsins samkv. stöðulögun-
um frá 1871 og stjórnarskránni frá 1874, og um stjórnarskrár- og
sambandsmálið á árunum 1874—1918. f þriðja þættinum er svo
loks lýst sambandslögunum og gefið yfirlit yfir stjórnarskipun
landsins, eins og hún er nú.
Þetta yfirlit sýnir, að það er mikið efni og margþætt, sem höf.
hefir tekið til meðferðar. Heimildirnar, sem hann hefir þurft að
kynna sér, eru margar, bæði sjálfar frumheimildirnar og eins allt
það, sem fræðimenn hafa um þessi mál ritað. Höf. hefir því tekið
sér fyrir hendur örðugt verk þegar að þessu leyti. Við það bætist
svo það, að sum meginatriðin í þessu efni, þ. e. flest það, er varðar
réttarstöðu íslands á tímabilinu 1262—1918, eru gömul og við-
kvæm deilumál Dana og íslendinga. Skoðanir íslenzkra fræðimanna
annarsvegar og danskra á hinn veginn um þau efni hafa verið mjög
ósamhljóða, eins og ekki var óeðlilegt, þar sem þessi mál öðrum
þræði voru pólitisk mál. Enda þótt réttarstaða íslands fyrr á tím-
um hafi aðeins sögulega þýðingu nú, síðan sambandslögin tóku af
öll tvímæli um fullveldi íslands, þá er þetta mál þó ennþá viðkvæmt
mál og vandmeðfarið af beggja hálfu, Dana og íslendinga, og verk-
efni það, sem höf. hefir tekið sér, hefir einnig að því leyti verið
vandasamt.
Eg hygg, að dómur manna geti ekki orðið nema á einn veg eftir
lestur þessa rits, sá, að höf. hafi tekizt verk sitt prýðilega, frá hvaða
sjónarmiði sem á það er litið. Eg hygg, að báðir hinir fornu deilu-
aðilar, Danir og íslendingar, geti verið ánægðir með greinargerð
höf. á deilumálum þeirra. Með því er í rauninni ekki lítið sagt.
Það kemur hvarvetna fram, þar sem höf. minnist á þessi deilu-
atriði, að hann vill vera fullkomlega hlutlaus, og honum tekst það.
Hann greinir jafnan mjög samvizkusamlega frá röksemdum beggja
aðila og er sjálfur mjög varkár í ályktunum sínum og gætir þar
hins fremsta hófs.