Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 208
206
Ritdómar.
[Skírnir
ur þetta áreiðanlega mikill fróðleikur, þegar öll kurl koma til.
grafar.
Verðið á þessu hefti er 4,20 kr. (íslenzkar).
Jakob Jóh. Smári.
Bruno Kress: Die Laute des modernen Islándischen. Berlín 1937..
X 4- 182 bls.
Fyrir rit þetta hlaut höfundur doktorsnafnbót við háskólann £
Berlín. Hefir hann dvalið langvistum á íslandi og er mjög vel að
sér í íslenzku. Samdi hann ritgerð þessa að tilhlutun kennara síns
í Berlín, próf. Westermann, sem er kunnur hljóðfræðingur. Áður
voru til merkar ritgerðir um íslenzka hljóðfræði, og má þar nefna
rit þeirra Jóns Ófeigssonar (framan við Blöndals orðabók), mál-
fræði Valtýs Guðmundssonar á dönsku (Islandsk Grammatik, Kh.
1922) og Stefáns Einarssonar, en einkum ritgerð Svbj. Svein-
björnssonar, er birtist í árbók Árósaháskóla 1933 (Icelandie
Phonetics, in collaboration with the editor Ole Olesen). Er sú rit-
gerð mjög nákvæm og lýsir islenzkum hljóðum eftir vísindakerfi
þvi, er flestir nota nú (Otto Jespersen o. fl.). Dr. Kress lýsir sér-
hljóðum og samhljóðum í íslenzku á svipaðan hátt, notar nokkur
ný hljóðfræðitákn og bætir við ýmsum athugunum, er hann hefir
sjálfur gert. Er rit þetta samvizkusamlega unnið og mikill fengur
þýzkumælandi mönnum þeim, er við íslenzk málvísindi fást. Vitnar
hann og í flest rit þeirra annara íslenzkra og erlendra manna, er
birt hafa ritgerðir um íslenzkar hljóðlýsingar. Frá minu sjónar-
miði finnst mér sá galli á riti þessu, að hvergi er gerð tilraun til
þess að skýra, hvernig nútímaframburður í íslenzku hafi skapazt
og orðið til úr gömlum framburði. í formála bókarinnar getur
hann þess, að íslenzkir fræðimenn noti nútímaframburð við lestur
Eddukvæða og annarra fornrita, en erlendir visindamenn reyni að
nota þann framburð, er ætla má, að hafi verið í fornöld. Sannleik-
urinn er þó sá, að gamli framburðurinn hefir likzt nútímafram-
burðinum miklu meir en flestir erlendir vísindamenn halda. Nægir
í því efni að benda á rithátt fornislenzkra handrita og miðaldarita.
Eg nefni sem dæmi ritháttinn Kolbeirn, Arny, Sveirn í Dipl. isl-
og ótal önnur dæmi hefi ég nefnt í riti mínu íslenzk tunga í forn-
öld, og í fyrirlestrum mínum, er sýna, hve lítill munur er á nútíð-
arframburði og fornaldar, þótt hann vitanlega sé nokkur (einkunv
um löng og stutt sérhljóð). Höf. segir réttilega í formála: Ich
glaube, dass gerade die Phonetik der modernen islándischen,
Sprache der zuverlassigste Ausgangspunkt fiir die Betrachtung
alterer Sprachstufen ist, og hefði því verið mjög æskilegt, að hann.
hefði samið hljóðlýsingar sínar á sögulegum grundvelli. Dr. Eiður
Kvaran í Greifswald hefir nýlega vakið máls á því í þýzku timariti,