Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 209
Skírnir]
Ritdómar.
20 T
að i raun og veru ætti að gera þá kröfu til allra vísindamanna, er
gerast háskólakennarar í „Altnordisch“, að þeir kunni íslenzkt nú-
tíðarmál. Eg er honum alveg sammála í því, að líta beri á íslenzku
sem eitt órofið mál, sem hafi orðið fyrir svo litlum breytingum, að'
rétt sé að leggja nútiðarmálið til grundvallar við lestur fornrita-
Rétt finnst mér að leggja norðlenzkan framburð til grund-
vallar, þar sem hann er upprunalegri (sbr. orð eins og stúlka,
mjólka), en vitna ekki í hann sem afbrigði frá venjulegum (sunn-
lenzkum) framburði, þótt hann kunni að ná yfir stærra svæði.
Samanburðarmálfræðin sýnir, hvor framburðurinn er eldri. Ein-
stök dæmi höfundar eru ekki vel valin (t. d. rövla, bls. 78, 120, sem
er danska orðið vrövle). Aftast í ritinu er í stuttu máli lýst ís-
lenzkum framburðarafbrigðum í einstökum héruðum, og loks er
stuttur kafli um áherzlu, sem gerir slíku máli of lítil skil.
Rit þetta er höfundi til sóma. Með þeirri hljóðfræðiþekkingu, er
hann hefir öðlazt, væri hann manna líklegastur til þess að rann-
saka íslenzkan framburð á sögulegum grundvelli, og myndi hann
þá komast að raun um, að merkilega litlar breytingar hafa orðið í
framburði íslenzkrar tungu á liðnum öldum. A. J.
Eberhard Dannheim: Der Bauer im norwcgischen Roman. Ein
rassenseelenkundlicher Versuch. Dl'esden 1937, 151 bls.
Þessi bók er doktorsritgerð frá háskólanum í Leipzig, og er um
sálarlíf og kynþætti bænda í norskum skáldsögum. Meðal margs
hins nýja, er skapazt hefir á Þýzkalandi á síðustu árum, er hin
svonefnda kynþáttasálarfræði (Rassenseelenkunde), er kennd er
við Ludw. Ferd. Clauss (sbr. rit hans „Rasse und Seele“, 3. útg. í
Munchen 1933). Heldur hann því fram, að hver kynþáttur hafi sín
andlegu sérkenni. Höfundur þessarar ritgerðar tekst á hendur að
rannsaka, hvort þessi sérkenni komi í ljós í bændalýsingum norskra
skálda á síðustu tímum. Velur hann til þess 12 norsk skáld, þá
Björnstjerne Björnson, Hans Aanrud, Tryggve Andersen, Johan
í'alkberget, Arne Garborg, Hans E. Kinck, Rasmus Löland, Tarjei
Vesaas, Olav Duun, Knut Hamsun, Regine Normann og Hans
Seland.
Clauss gerir einkum greinarmun á þrenns konar mönnum, er
hann nefnir Leistungsmensch, Verharrungsmensch, Enthebungs-
^iensch. Sá fyrstnefndi er af hinum norræna kynstofni, og eru að-
aleinkenni hans, að hann er atorkumaður með útþrá í æðum, hug-
^yndaflug og skapandi mátt. „Verharrungsmensch" er af svo-
^efndu fálisku eða dalisku kyni. Hann er þunglamalegur, rótfastur
°S dvelur helzt á þeim stað þar sem hann er fæddur og uppalinn. Hann
er fastheldinn við fornar venjur, þéttur á velli og þéttur í lund, er