Skírnir - 01.01.1938, Síða 210
208
Ritdómar.
[Skírnir
sjálfum sér nógur, dulur í skapi og stirðlyndur. Loks er síðasta
tegundin „Enthebungsmensch" af Alpakyni („alpine Rasse“).
Honum er ekki auðvelt að lýsa. Hann vantar traust á sjálfum sér
og lífinu, og er hræddur við að lifa. Hann lætur lítið á sér bera,
umgengst fáa, er fullur sjálfsásakana og samvizkubits og sökkvir
sér oft niður í draumóra og trúarvingl. Norski mannfræðingurinn
Halddan Bryn gerir í bók sinni um uppruna Norðmanna („Der
nordische Mensch“, Miinchen 1929) greinarmun á tvenns konar kyn-
stofnum í Noregi: dökkum, er upprunalega hafi búið í landinu, og
Ijósum, er síðar hafi flutzt inn. Blönduðust þessir kynstofnar um
nokkurra þúsunda ára bil, og eru núverandi íbúar Noregs þannig
til komnir. Dökki kynstofninn hélzt einkum við vesturströndina, en
ljósi kynstofninn varð yfirgnæfandi um allan Noreg (Halfdan Bryn
telur aðeins 5 % af Alpakyni og 10 % sambland af Alpakyni og nor-
rænum stofni). í skáldsögum koma þessi einkenni greinilega í ljós.
Sögupersónum vestanfjalls er oft lýst þannig, .að mjög ber á höfuð-
einkennum Alpakynsins (Enthebungsmensch). í þessum sögum ber
því mjög á trúarvingli og óstöðuglyndi í lífsbaráttunni (Enok, í
sögu eftir Garborg, Tore Botn í sögu eftir Kinck og Aasmund
Aarak í sögu eftir Löland fyrirfara sér). Mjög ber á öfund, auð-
mýkt og vanmáttarkennd hjá ýmsum í vestanfjallssögum og stingur
mjög í stúf við t. d. ýmsar sögupersónur Björnsons („Kátur pilt-
ur“), er lýsir einkum ljósa stofninum, norræna stofninum beggja
megin Dofraf jalla, en mannfræðingar greina á milli norræna stofns-
ins norðan Dofrafjalla, er sé rótfastari, og sunnan Dofrafjalla, er
sé hugmyndaríkari („Leistungsmensch").
Hefir mér þótt rétt að benda á þessa höfuðdrætti í hinum nýju
kenningum kynþáttasálarfræði, ef einhverjum dytti t. d. í hug að
rannsaka islenzkar skáldsögur frá þessu sjónarmiði. Þótt skáldsögur
venjulega skapist um einhver ákveðin markmið, t. d. að lýsa mannlegu
basli, lífi einyrkja, verkamanna o. s. frv., er enginn vafi á því, að
lýsingar á einstökum sögupersónum eru oft sannari en margur gerir
sér í hugarlund. Sögupersónur í skáldsögum eru elcki aðeins hug-
arburður skáldsins, heldur raunveruleg lýsing á þjóðlífinu á hverj-
um tíma. Um ýmislegt í þessari bók dr. Dannheims má vafalaust
deila, en hún er merkileg að því leyti, að hún er meðal fyrstu bóka,
er gerir tilraun til að nota mannfræðiþekkingu til skýringa á skáld-
verkum. A. J.
The Sagas of the Kings (Konunga-Sögur) and the Mythical-
Heroic Sagas (Fornaldar-Sögur). Two Bibliographical Supplements
by Halldór Hermannsson. Ithaca, N.Y., Cornell University Press,
1937. Bls. X, 84. — Islandica Vol. XXVI.
í vetur átti hinn ágæti fræðimaður Halldór Hermannsson sex-