Skírnir - 01.01.1938, Síða 212
210
Ritdómar.
[Skírnir
1936). Halldór getur þess með réttu í formála, að menn hafi verið
tálmaðir í athugun fornaldarsagnanna, bæði vegna þess, að útgáf-
ur voru lélegar og líka vegna þess, að þær voru uppgengnar. Nokk-
uð má þar um kenna þeim raunsæja smekk, sem ríkti í norrænum
fræðum undir handarjaðri Finns Jónssonar.
Á hinn bóginn er þess getandi, að varla munu öll kurl koma til'
grafar í þessari bókaskrá. Veldur það því, að margt, sem skrifað
hefir verið um folk-lore og um riddarasögur á miðöldunum, getur
snert hinar íslenzku sögur að meira eða minna leyti, þótt titlar
bókanna beri þess lítinn eða engan vott. Sem dæmi þessa get eg
nefnt geysilegt safnrit, Sonnenwende, eftir þýzkan fræðimann,
Jostes að nafni (vitlaus bók, en ákaflega fróðleg!). Þar er Noma-
gests þáttur settur í samband við hið fornenska kvæði Wídsíþ, og-
sama gerði hin ameríska fræðikona Margarete Schlauch nokkru
síðar í sérstakri grein.
Bæði þessi rit eru talin í bókaskrá Malone’s í Widsíþ-útgáfu
hans (1935), sem vel hefði mátt telja undir Hervarar sögu.
En það verður að viðurkenna, að hefði átt að fylgja þessum
þráðum til nokkurra muna, þá hefði það sprengt ritskrána; sýna
ummæli Halldórs í formála, að honum hefir verið það fyllilega
ljóst. Og eg fyrir mitt leyti trúi engum betur til að hafa þrætt hinn
gullna meðalveg í ritgerðavalinu en Halldóri.
Hafi hann þökk fyrir þessa bók — og allt annað, sem hann hefir
unnið íslenzkum fræðum um æfina! Stefán Einarsson.
The Worfei of Morris and of Yeats in relation to early Saga
Literature. By Dorothy M. Hoare. Cambridge, at the University
Press, 1937. X + 179 bls.
Þessi bók, þótt lítil sé, er vel þess verð, að athygli íslenzkra les-
enda sé vakin á henni, vegna mats þess, er hún gefur á þýðingar-
starfsemi William Morris og á meðferð hans á norrænum og ís-
lenzkum söguefnum. Það er heldur eigi ófróðlegt fyrir íslendinga
að lesa samanburð þann, er ungfrúin gefur á írskum og íslenzk-
um sögum.
En um Morris heldur hún því fram, sem vitanlega er hárrétt, að
hann var að skapgerð illa hæfur til að tileinka sér hinn raunsæja
anda íslenzku sagnanna. Morris lifði og andaði í rómantískum
draumi, og virðist það hafa verið innsta eðli hans. Um það ber öll
skrautlist hans talandi vott, en líka rit hans á öllum tímum. Aðferð
íslendingasagnanna lá ekki fyrir honum, en hann dróst að þeim með
ómótstæðilegu afli, — afli andstæðnanna. Ýmsir hafa litið svo á,
að áhrif íslendingasagnanna hafi dýpkað skáldskap hans, svo að
hann hafi aldrei komizt lengra en í Sigurd the Völsung. En hitt er
jafnsatt, að hann breytti sögunum og lagaði þær ávallt eftir sínu