Skírnir - 01.01.1938, Page 213
Skírnir]
Ritdómar.
211
dreyma eðli, og raskaði með því oft einkennum þeirra. Enginn
hefir sýnt þetta betur en A. Courmont, „Guðrún Ósvífursdóttir og
Morris“, Skírnir 1913. Ungfrú Hoare dæmir Morris og meðferð
hans frá sama sjónarmiði, enda kemst hún að svipuðum niður-
stöðum.
Þýðingar Morris á íslendingasögum og Eddukvæðum bera einn-
ig á sér auðkenni Morris. Hann eykur í, skreytir, þar sem sögurnar
eru kjarnorðar og sléttmálar. Hann þýðir orðrétt, þar sem enskan
krefur annars en samsvarandi talsháttar. Allt þetta hefir auðvitað
áður verið fundið Morris til foráttu, en tæplega í samhengi.
Ekki er hægt að neita því, að ungfrúin hefir rétt fyrir sér í
ádeilu sinni. Hins vegar má ekki gleyma því, að tilraun Morris að
færa þýðingarnar nær íslenzku máli, þar sem því verður við komið,
var spor í rétta átt. Og svo mikill listamaður var Morris, að þrátt
fyrir hinn einkennilega stíl lifa þýðingar hans sínu lífi. Það má
auðvitað segja, að sú veröld, sem þær opna lesandanum, sé ekki
jöfn fyrir alla. Og það er ekki veröld íslendingasagnanna. Það er
draumveröld Morris sjálfs. Stefán Einarsson.
Irish and Norse traditions about the Battle of Clontarf. Aca-
demisch Proefschrift . . . aan de Rijksuniversiteit te Utrecht . . .
door Albertus Johannes Goedheer. Haarlem, H. D. Tjeenk Willink
& Zoon, 1938. XIII + 124 bls.
Þessi hollenzka doktorsritgerð greiðir úr flóknu efni og þýð-
ingarmiklu fyrir íslenzka sagnaritun: það er samband hinna írsku
og íslenzku sagna um Brjánsbardaga (1014). Eins og höfundurinn
segir réttilega, þá hefir allmikið verið um þetta mál skrifað, en
helzt af mönnum, sem þekktu annað hvort hinar írsku eða íslenzku
heimildir til hlítar. Dr. Goedheer virðist vera jafnvígur á bæði mál-
in, og rekur hann nákvæmlega heimildirnar í hvoru fyrir sig, áður
en hann dregur ályktanir sínar í lokaþætti bókarinnar.
Aðalrit írsku arfsagnarinnar er Cogadh Gaedhal re Gallaibh —
»>Ófriður íra við útlendingana“, sem varla getur verið yngra en
frá því um miðja 12. öld (elzta hdr. frá 1160). Þetta rit varð mjög
vinsælt og eru síðari írskar sagnir og kvæði mjög undir áhrifum
þess. En þótt það sé samansett aðeins 150 árum eftir hina frægu
orustu, þá er auðsætt, af samanburði við írska samtímis annála, að
málum hefir verið allmjög blandað í Cogadh, enda þótt höfundur
Þess hafi notað annálana. En hann notaði líka munnmælasagnir,
°g virðist auk þess hafa haft ákveðið sögulegt sjónarmið. Brjánn
er hetja hans, hann þegir yfir óförum hans, en gerir sem mest úr
ríki hans og sigrum. Loks er Brjánn leiðtoginnnn gegn útlending-
nnum, á svipaðan hátt eins og Alfred konungur í Englandi, enda
14*