Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 217
Skírnir]
Ritdómar.
215
Bókin er skemmtilega rituð og er prýdd fjölda mynda, bæði af
náttúru landsins, mannvirkjum og forkólfum samvinnuhreyfingar-
innar. Jakob Jóh. Smári.
Nidaros og Stiklestad. Olavs-jubileet 1930. Minneskrift, redi-
geret af Oluf Kolsrud. Norvegia sacra X. Steenske forlag, Oslo. ’37.
Ólafshátíðin mikla í Niðarósi og á S'tiklastöðum árið 1930 var
sögulega merkileg, ekki aðeins fyrir Norðmenn, heldur og fyrir
nlla þá, sem þekkja eitthvað til sögu þeirra, — og þá ekki sízt fyrir
nánustu frændþjóðir Norðmanna, svo sem íslendinga.
Nú er komið út minningarrit um hátíðina, og er það stór bók
(um þúsund blaðsíður) með mörgum myndum. Minningarritið inni-
heldur fyrst og fremst frásögn um hina miklu ,,Ólafsvöku“-hátíð í
Niðarósi og á Stiklastöðum, eftir dómprófastana Fjellbu og Haug-
söen, með aðstoð próf. Kolsruds. Séra Henrik Irgens ritar um Ólafs-
hátíð katólsku kirkjunnar. Annars eru í ritinu allar ræður og pré-
•dikanir við kirkjuhátíðahöldin (þar á meðal kveðja frá íslenzku
kirkjunni, flutt af dr. Jóni biskupi Helgasyni) og ennfremur öll
ávörp og skeyti til hátíðarinnar (þ. á m. rúnakefli frá íslenzku
stjórninni, sem próf. Sigurður Nordal afhenti Noregs konungi, og
kveðjur frá Alþingi, guðfræðideild Háskóla íslands og ungmenna-
félögum Vestfjarða). Loks eru kantötur hátíðarinnar o. fl.
Jakob Jóh. Smári.
Guðbrandur Jónsson: Innan um grafir dauðra og aðrar greinar.
Með myndum. Útgefandi: ísafoldarprentsmiðja h.f. Rvík 1938.
í bók þessari eru sex greinar: Innan um grafir dauðra, Lourdes,
Hálsmen drottningarinnar, London, París og Heimssýningin í Brux-
elles 1935. Allar eru greinar þessar frábærlega skemmtilegar og
fróðlegar, eins og eðlilegt er, svo víðförull í tíma og rúmi og svo
athugull og greinagóður sem höfundurinn er. Hann lætur sér ekki
nægja neina kaffihúsadvöl í erlendum borgum, heldur heimsækir
.jafnan þá staði, sem merkilegastir mega teljast, og er einkar fróður
um sögu þeirra. í greininni um Lourdes, þann merkilega stað, skýr-
ir hann frá stúlkunni Bernadotte Soubirous, en sýnir hennar urðu,
eins og kunnugt er, upphaf að jarteiknum á þessum stað, og þess-
•ar jarteiknir hafa haldið áfram allt fram á þennan dag, og er erfitt
eða ómögulegt fyrir hleypidómalausa menn að rengja, að „krafta-
verkin í Lourdes“ gerist í raun og veru, en út í það mál skal ekki
íarið hér.
Stíll höf. er mjög fjörugur og skemmtilegur, og yfirleitt er þetta
kin ánægjulegasta og fróðlegasta bók. Jakob Jóh. Smári.