Skírnir - 01.01.1938, Side 219
Skírnir]
Ritdómar.
217
gerð um höfundinn. — Liðu enn mörg ár, og var bókin útseld fyrir
löngu, er Jóhann Jóhannesson bóksali réðst í nýja útgáfu af ritum
Jónasar Hallgrímssonar, „stórum aukna og endurbætta“. Var ætl-
azt til, að verk þetta yrði í tveimur bindum. Þeir Jón Sigurðsson
cand. phil. frá Kallaðarnesi (skrifstofustjóri Alþingis) og Jón Ólafs-
son ritstjóri og alþm. tókust á hendur að búa verkið til prent-
unar. Kom „Fyrra bindi. Ljóðmæli" út 1913, ásamt fyrrgreindri.
ritgerð Hannesar Hafsteins, aukin nokkurum ljóðum, er komið
höfðu í leitirnar og formálum og athugagreinum við sum kvæð-
anna. En útgefandinn féll frá, áður meira væri prentað, og varð
þá ekki meira úr útgáfunni. Allar þessar útgáfur voru vel af hendi-
leystar, en þær náðu einungis til Ijóðmæla höfundarins, en önnur
verk hans lágu á víð og dreif, nokkur prentuð í „Fjölni“ eða ann-
ars staðar, en flest í handritum.
Jón Sigurðsson frá Kallaðarnesi hafði viðað allmiklu saman til
framhalds fyrrnefndri útgáfu Jóh. Jóh., bréfum og ritgerðum Jón-
asar. En þegar svo var komið, að sú bókargerð varð að hætta, sendi
hann Bókmenntafélaginu tilboð um að sjá um útgáfu bréfa og rit-
gerða Jónasar, ef það vildi taka hana að sér. Var samþykkt á
stjórnarfundi félagsins í desembermán. 1915 „að gefa út öll kvæði
og rit Jónasar“, þegar efnahagur leyfði, og þeim Jóni Sigurðssyni,
Matthíasi Þórðarsyni og Helga Jónssyni dr. falið að sjá um út-
gáfuna. Tóku þeir nú allir að starfa að undirbúningi útgáfunnar,
með nokkurum fjárstyrk frá félaginu, en útgáfa dróst. Fám árum
síðar réðst félagið í aðrar framkvæmdir, og hætti þá við útgáfuna.
Hvatamenn hinnar nýju útgáfu höfðu þegar unnið mikið verk
og vildu koma því lengra áleiðis ef útgefandi fengist, enda fengu
þeir síðar nokkurn styrk úr sáttmálasjóði og frá Bókmenntafélag-
inu til frekara undirbúnings. En kostnaður var mikill við öflun af-
skrifta. Dr. H. J. féll frá 1925 og J. S. var þá bundinn öðrum störf-
um. Matthías Þórðarson gerðist þá einn forgöngumaður verksins
og lét ekki hugfallast þrátt fyrir ýmsa torveldleika. Tókst honum
loks öndvert ár 1927 að ná samningum við stjórn ísafoldarprent-
smiðju, að hún tækist á hendur útgáfuna. Var nú brátt hafizt
handa um prentun. Fékkst og nokkur stuðningur til verksins úr
minningarsjóði Eggerts Ólafssonar. Hefir útgáfan verið rekin með
miklum dugnaði og snillilegum frágangi og varð að fullu lokið
árið 1936.
Efni er skipað í bindi með þeim hætti, sem hér verður stutt-
lega drepið á þeim til bendingar, er ekki hafa enn fengið verkið
í hendur.
í I. b. eru ljóðmæli, skipt niður eftir aldri og hvort ort eru
>,heima“ eða „erlendis". Þá eru „gamanvísur", sérstakur flokkur
frá ýmsum árum. Þá „brot“, „þýðingar“ og kvæði ort á dönsku,.