Skírnir - 01.01.1938, Síða 220
218
Ritdómar.
[Skírnir
mest tækifæriskvæði, flest ort „eftir pöntun“ eða til danskra manna.
Enn eru í þessu bindi smásögur og fleira.
f II. b. eru sendibréf, ritgerðir og fleira. Þar í eru endurprent-
aðar „Sundreglur prófessors Nachtigalls. Auknar og lagfærðar eftir
Islands þörfum“, — alls um 100 bls. Ritgerðin nafnkunna „Um
rímur af Tistrani og Indíönu orktar af S'igurði Breiðfjörð“. Máls-
varnarskjöl til landsyfirréttar í nokkurum málum, er J. H. var
skipaður verjandi á þeim árum, er hann var ritari hjá Ulstrup.
III. b. geymir dagbækur Jónasar, yfirlitsgreinir o. fl. Þar er rit-
gerð „um eðli og uppruna jarðarinnar“, er út kom í I. ári Fjölnis.
í IV. b. eru: Ritgerðir, jarðfræðislegar og landfræðislegar, o. fl.
Þar eru greinir um brennisteinsnáma, eldgos og landskjálfta, Kafl-
ar úr tveimur þáttum til „íslandslýsingar“, Um vatnsföll í Múla-
þingi og Húnavatnsþingi og um eyjar og sker í sömu héruðum og
auk þess um Vestmannaeyjar. Þessir kaflar eru drög til íslands-
lýsingar þeirrar, er J. H. hafði í smíðum og Bókmenntafélagið ætl-
aði að gefa út. Hefir hann að mestu dregið þennan fróðleik saman
úr sóknalýsingum þeim og sýslulýsingum, er Bókmenntafélagið
safnaði um 1840. Hafði Jónas verið hvatamaður þess, að skýrslun-
um var safnað. Er mikill fróðleikur í þáttum þessum það sem
þeir ná, einkanlega þar sem sóknalýsingarnar sjálfar hafa ekki
verið prentaðar enn, þótt margar þeirra sé einkar fróðlegar og
merkilegar.
Loks er síðasta bindi. Er nær helmingur þess ævisaga Jónasar
Hallgrímssonar eftir Matthías Þórðarson, en síðari hlutinn eru smá-
greinir dýrafræðilegs efnis o. fl.
Auk þess, sem hér hefir verið drepið á um efni bindanna fylgja
hverju þeirra mjög langar „athugasemdir og skýringar", sem útgef-
andi hefir tekið saman með frábærri elju og vandvirkni og auka
stórkostlega gildi þessa mikla verks.
Athugasemdir og skýringar fyrsta bindis greina frá aldri kvæð-
anna og atvikum þeim, er að þeim lágu. Hafa öll gögn verið vand-
lega athuguð og borin saman, getið um breytingar höf., meðan
hann hafði kvæðin í smíðum og víst ekkert undan dregið, sem verða
má til skilningsauka á þeim. Verður mýmargt miklum mun Ijósara
■og hugþekkara en áður var, þeim er ókunnugt var um atvik og
tildrög.
Þá eru og mjög skilmerkilegar athuganir gerðar við ritgerðir
þær, er birtast í hinum síðari bindum. Er þar meiri og margvíslegn
fróðleikur og samanburður, en hér verður rakinn. Þó má drepa á
það, að við eldf jalla-söguna eru gerðar svo margar og miklar skyr-
ingargreinar, vegin gömul gögn og stuðzt við nýrri tima rannsóknir,
að ómetanlegt hlýtur að vera hverjum þeim, er rita vildi og rann-
saka eldfjalla-sögu lands vors enn af nýju frá rótum. — Samskonar