Skírnir - 01.01.1938, Síða 221
Skírnir]
Ritdómar.
219
nákvæmni og þekking kemur fram í skýringum, leiðréttingum og at-
hugasemdum við þætti þá um vatnsföll og eyjar, sem að ofan getur.
Ritgerð Matthíasar Þórðarsonar um ævi og störf Jónasar Hall-
grímssonar er stórvirki. Höfundurinn hefir lagt staka alúð á að
gera hana sem nákvæmasta og áreiðanlegasta, enda tekur hún langt
fram því, sem áður hefir verið um þau efni ritað. Helztu heimildir
til þessarar ævisögu eru rit Jónasar sjálfs — „þar er hann sjálfur
til sagna, á þeim sjáum vér oft og einatt, hvar hann var, hvað og
hvernig hann hugsaði og starfaði og hvernig honum leið“. Svo koma
og til ummæli samtíðarmanna, er kynni höfðu af honum, og loks
ummæli og dómar síðari tíma manna. Lýsir höfundur rækilega
högum J. H. alla ævi hans, ætt, æskuárum, félagsskap, áhugamálum
og aldarhætti, vinnubrögðum, heilsufari og skaplyndi. Er þetta allt
sett lesöndum ljóslega fyrir hugskotssjónir. Þar með er og hrundið
mörgum röngum hugmyndum og hleypidómum, er þróazt hafa af
þekkingarskorti. En aftur hverfur lygi þá er sönnu mætir. Mun
margan undra, er kynnist útgáfu þessari og ævisögunni, hversu
fjölhæfur afreksmaður Jónas var, hversu mikið eftir hann liggur,
hversu miklu hann hefir safnað og fengizt við svo margvísleg og
torveld rannsóknarefni, sem ritin bera vitni um. Verður því meira
um slíkt vert, er æviferill hans verður kunnari, þar sem fram kem-
ur hversu mikinn skort og fátækt hann átti við að etja meginhluta
íevinnar, en skæður heilsubrestur háði oft og lagði hann í rúmið
tímum saman, jafnvel heilan vetur, er hann var á bezta skeiði, en
heilsubrestur sá hlauzt í fyrstu af meiðslum og hrakningum á rann-
sóknarferðum hans um fjöll og firnindi.
Ætt Jónasar Hallgrímssonar er all-greinilega rakin í 2. kafla
ævisögunnar. Hann var langfeðgum að telja af Finnboga lögmanni
syni Jóns prests Maríuskálds, sem flestir hafa fyrir satt, að væri
sonur Páls Þorvarðssonar valdamanns á Eiðum (d. 1403). Á sér-
stakri langfeðgaskrá í formálanum, er ættleggur þessi rakinn í
heinan karllegg til SVínfellinga og þaðan allt í forneskju, svo sem
ætt þeirra var talin að fornu. — Það sýnist næsta sennilegt eða
"vist, að Páll Þorvarðsson á Eiðum hafi verið Svínfellinga-ættar og
«rft þaðan eignir og metorð. En sá er ljóður á, að engar sannanir
hafa enn fundizt fyrir því, svo að birtar sé, hvernig Páll hafi verið
kominn af Þorvarði Þórarinssyni höfðingja Austfirðinga á siðari
hluta 13. aldar (d. 1296). Fræðimenn hafa verið að reyna að gera
gott úr þessu, hver á sinn hátt, með því að talca upp ekki ósennileg
nöfn sem milliliði, en það eru þó getgátur en engin vissa og ekki
takandi upp í ættarskrár án rökstuðningar.
Þess er réttlega getið, að Rannveig Gamalíelsdóttir langamma
Jónasar væri „ættuð úr Fnjóskadal“, en í leiðréttingum segir, að í
tess stað eigi að standa: „í Krossanesi, Gamalíelssonar“. En hér er