Skírnir - 01.01.1938, Page 223
Skírnir]
Ritdómar.
221
Það má telja vel ráðið, að velja Vísnabók Guðbrands biskups til
■endurprentunar í Monumenta, typographica islandica. Bæði er Vísna-
bókin merkisbók og auk þess nokkuð kunn enn í dag, af útgáfu
Halldórs biskups Brynjólfssonar 1748, og þykir mörgum vænt um
hana. En frumútgáfan er nú orðin afarsjaldgæf, og eru aðeins tal-
in 5 eintök í skrá próf. Halldórs Hermannssonar um 17. aldar bæk-
ur íslenzkar, og öll í opinberum bókasöfnum.
Vísnabókin var gefin út í framhaldi af Sálmabók Guðbrands
biskups (1589) og Grallaranum (1594). Titilblað bókarinnar er
þannig (með nútímastafsetningu) : „Ein ný vísnabók. Með mörg-
um andlegum vísum og kvæðum, sálmum, lofsöngvum og rímum,
teknum úr heilagri ritningu. Almúgafólki til gagns og góða prent-
uð og þeim öðrum, sem slíkar vísur elska vilja og iðka Guði almátt-
ugum til lofs og dýrðar, en sér og öðrum til gagns og skemmtunar.
Til Colossenses III. cap. Látið Kristí orð ríkulega hjá yður byggja
í allri vizku. Lærið og áminnið yður með sálmum, lofsöngvum og
andlegum ljúflegum kvæðum og syngið drottni lof í yðrum hjört-
um. Til Epheseos V. cap. Upplýsist í anda og tali hvör við annan,
uieð sálmum, lofsöngvum og andlegum kvæðum, syngið og spilið
Qrottni í yðrum hjörtum og segið þakkir alla tíma Guði og föður
fyrir alla hluti, í nafni vors drottins Jesú Kristí. Anno MDCXII“.
Þetta titilblað gefur góða hugmynd um titla á íslenzkum bókum frá
16. og 17. öld.
Vísnabókinni var af biskupi ætlað það hlutverk, „að af mætti
leggjast þær brunavísur og amorskvæði, sem allmargir elska og
iðka, en í staðinn upptakast þessar andlegar vísur, sem góðir menn
hafa orkt og kveðið Guði til lofgjörðar, fróðleiks og skemmtunar
'--------Með Sálmabókinni og Grallaranum þóttist biskup hafa
séð vel fyrir þörfum kirkjunnar við guðsþjónustur. En honum var
fullkunnugt um, að skáldskapur sá, sem þjóðin hafði tekið ást-
fóstri við, lærði og hafði yfir, var annarar tegundar en æskilegt
var: „--------trölla og fornmannarímur, mansöngvar, amorsvísur,
brunakvæði, háðs og hugmóðsvísur og annar vondur og ljótur
kveðskapur, ldám, níð og keskni----------“, eins og biskup kemst
orði í formála Sálmabókarinnar. Til þessa verks kvaddi biskup
hin beztu skáld í biskupsdæmi sínu, og enda utan þess, og sýnir
Vísnabókin, að menn hafa vikizt vel undir kall hans, því að bókin
er allstór, VIII 391 bls. í litlu fjögrablaðabroti, en þéttprentuð
nieð smáu letri, og efnið að langmestu leyti nýtt og áður ókunnugt
almenningi. Efnið er allmargvíslegt: guðspjallasálmar, allskonar
andleg ljóð og sálmar og rímur út af frásögnum(í gamla testament-
mu. Mun biskup hafa búizt við miklum árangri af þeirri skáldskap-
argrein: „Menn hafa áður kveðið rímur af fornmönnum til skemmt-
unar og dægrastyttingar, og í frásögur fært þeirra orð og gjörðir,