Skírnir - 01.01.1938, Síða 224
222
Ritdómar.
[Skírnir
því skyldu nú þá menn ekki heldur kveða rímur og kvæði af heilög-
um mönnum, þar bæði er í heilsusamlegur lærdómur og góð dæmí
eftir að breyta". Þetta orðar sr. Jón á Presthólum svo í Sýraks-
rímum:
„Áður hefr sú Edda þént
Amors Ijóða greinum,
því skal héðan af þessi mennt
þjóna Guði hreinum".
Langmestan hlut í Vísnabókinni á sr. Einar Sigurðsson, sem síð-
ast og lengst var prestur i Eydölum. Sr. Einar var ágætasta skáld
sinnar tíðar, og hefir varðveitzt eftir hann ýmislegt fleira en hér er
prentað. Sonur hans, sr. Ólafur í Kirkjubæ, var og skáld gott, og
er eitt kvæði eftir hann í Vísnabókinni, en hans sonur var sr.
Stefán í Vallanesi. Mun einsdæmi, að skáldskapur hafi haldizt svo
í ætt. Næststærsta skerfinn á sr. Jón Bjarnason í Presthólum, faðir
sr. Sigurðar í Presthólum, sem var eitt af höfuðskáldum 17. aldar.
Þá eru bræðurnir sr. Sigfús á Þóroddsstöðum í Kinn og sr. Ólafur
á Sauðanesi Guðmundssynir, sem báðir eiga nokkur kvæði í Vísna-
bókinni, en sr. Ólafur á auk þess mikinn hlut í Sálmabókinni 1589.
Auk þessara skálda eru af samtímamönnum Guðbrands biskups enn
nafngreindir tveir menn: sr. Magnús Ólafsson í Laufási (2 kvæði)
og sr. Arngrímur lærði Jónsson á Melstað. En fjöldi kvæða er
þarna prentaður, án þess að höfunda sé getið, og er þó vísast, að
sum þeirra séu eftir einhvern þeirra manna, sem nafngreindir eru.
Nokkur kvæði eru úr kaþólskum sið, svo sem Píslargrátur og
Davíðsdiktur Jóns biskups Arasonar og Lilja, en hún er vandlega
hreinsuð af allri páfavillu, og allri Maríudýrkun snúið upp á Krist.
Er talið, að það sé verk Arngríms lærða.
Með útgáfu Vísnabókarinnar vann Guðbrandur biskup mikið og
þarft verk. Það var auðvitað mikill fengur fyrir þjóðina, að út var
gefið stórt safn vel kveðinna ljóða, og vafalítið á Visnabókin sinn
þátt í þeim mikla þroska, sem íslenzk ljóðagerð og sálmakveðskap-
ur tók á 17. öld. En aðaltilgangi sínum náði biskup ekki. Kveðskap-
ur sá, sem Vísnabókin var sett til höfuðs, var of hjartfólginn þjóð-
inni, of mikið við hennar skap og sniðinn að hennar kjörum, til
þess að hún fengi þar um þokað.
Prentun Vísnabókarinnar er mjög léleg, letrið smátt, slitið og
loðið, eins og á öðrum Hólabókum. Ekki hefir verið auðveldara þn
en nú að forðast prentvillur, því að á sjálfu titilblaðinu stendur
Eolossensens í staðinn fyrir Colossenses.
Próf. Sigurður Nordal hefir ritað fróðlegan formála á ensku
fyrir útgáfu þessari. Pétur SigurSsson.