Skírnir - 01.01.1938, Síða 225
Skírnir]
Ritdómar.
22S
Knut Liestöl: Uppruni íslendingasagna. Björn GuSfinnsson ís-
lenzkaði. Reykjavík — Bókadeild Menningarsjóðs — MCMXXXVIII.
Ekki mun það ofmælt, að enn í dag hafi fjöldi manna hér á.
landi fornbókmenntir vorar í heiðri og unni þeim, — ekki sízt ís-
lendingasögunum. Margir munu þeir — bæði lærðir menn og menn
í alþýðustétt — sem meta íslendingasögurnar allra bóka mest og;
benda fyrst á þær, er þeir sýna kunningjunum í bókaskápinn. Þetta
stafar sjálfsagt sumpart af þjóðrækni, en þó ekki nema að nokkru
leyti. Hitt mun ekki síður, að sögurnar heilla þá; þær eru um svo
margt líkar þeim sjálfum — þjóðinni: Bak við ytra gervi rólegs.
sögustíls og hófsamlegs orðalags bærist þróttmikið lif, heitar til-
finningar, þung örlög.
En þrátt fyrir aðdáun manna á íslendingasögunum er þekkingu
þeirra á þeim yfirleitt ábótavant mjög. Einkum hefi eg orðið var
við, að menn gera sér litla grein fyrir mismun íslendingasagna og
Fornaldarsagna annars vegar og íslendingasagna og sagna um sam-
tímaviðburði (Sturlungu, Biskupasagna) hins vegar. Mönnum hætt-
ir til að líta á þesar ólíku greinir fornbókmenntanna sem eina.
heild. Enn fremur álíta margir þær nálega óskeikular að sannleiks-
gildi. Á þessa leið voru skoðanir manna fyrrum á fornbókmennt-
um vorum.
Aftur á móti hafa bókmenntafræðingar, bæði erlendir og ís-
lenzkir, hallazt æ meira á þá sveif nú á síðari árum, að Islendinga-
sögurnar væru hver um sig verk eins höfundar og ósögulegar að
miklu leyti. Skoðanir þessara manna hafa komið allharkalega við
tilfinningar þeirra, bæði lærðra og ólærðra, er hafa trúað því, að
íslendingasögurnar væru sögulega óslceikular. En bókmenntalegt
rit hefir ekkert verið til á íslenzka tungu um íslendingasögurnar.
En nú hefir Menningarsjóður unnið það þarfaverk, að láta þýða.
á íslenzku hið ágæta rit prófessors Liestöls: Upphavet til den is-
lendske ættesaga. í riti þessu geta menn aflað sér mjög mikils fróð-
leiks um fslendingasögurnar, um uppruna þeirra og þróun, sögu-
legt gildi þeirra og afstöðu til annara greina fornbókmenntanna. Og
Þó að sumt, sem í riti þessu er haldið fram, orki tvímælis í augum
bókmenntafræðinga, er ritið engu að síður stórmerkilegt og ber
með sér mikinn lærdóm og glöggskyggni höfundar. Hann telur arf-
sagnirnar meginuppistöðu íslendingasagnanna og rekur þróunar-
feril þeirra frá þeim timum, er atburðirnir gerðust, fram til þcss,
er Þær voru í letúr fræðar. Einnig tekur hann sögulegt gildi þeirra
td meðferðar og kemst að þeirri niðurstöðu, að þær séu flestar
sannar i meginatriðum, jafnvel sum samtölin séu söguleg að efni.
En samt býst eg við, að þeir, sem mestan trúnað hafa lagt á sann-
leiksgildi íslendingasagnanna, bregðist ókunnuglega við ýmsu, sem
fram kemur í ritinu um sögulegt gildi þeirra. Aftur munu ýmsir