Skírnir - 01.01.1938, Side 226
224
Ritdómar.
[Skírnir
bókmenntafræðingar líta svo á, að hann geri of mikið úr arfsögn-
unum og munnlegri þróun fslendingasagnanna, en um leið of lítið
úr höfundareinkennum þeirra. En hvað sem því líður, er bókin
mikill fengur þeim, sem eigi lesa erlend mál eða eiga ógreiðan að-
gang að erlendum bókum.
Bókin er ágætlega þýdd, enda þótt efni hennar sé ótamt ís-
lenzkri tungu og sums staðar hafi eigi verið annars kostur en
grípa til nýyrða. Magnús Finnbogason.
Hjalmar Lindroth: Iceland. A land of contrasts. Princeton
University Press 1937. Útg. American Scandinavian Foundation.
Eins og kunnugt er, er til fjöldi bóka um ísland, er útlendir
menn hafa skrifað, flest ferðasögur, en venjulega er þar ofið inn
í meiri eða minni fróðleik um land og þjóð, er höf. tína saman úr
ýmsum áttum til viðbótar og uppfyllingar sínum eigin athugunum.
Þessi grein bókmenntanna er furðulega misjöfn að gæðum. Sum
hin aumustu skrif um íslenzk efni er hér að finna, rituð af skiln-
ingssljóum fáfræðingum, sem hingað hafa rekizt af sérvizku, ein-
skærri hendingu, eða þá svo sem til þess að reka smiðshöggið á
ferðarangl sitt um allar jarðir. Hinir eru færri, sem hér hafa ferð-
azt og ritað hafa um landið af góðri greind og þekkingu. Þó eru
þeir nokkrir til, og í þeirra röð má einna fremstan telja höfund
þessarar bókar, prófessor Hjalmar Lindroth frá Gautaborg.
Oft heyrast raddir um það, að þekkingu á íslandi og íslenzkum
högum sé mjög ábótavant með ýmsum þjóðum, og er stundum all-
illa af því látið. Sannast að segja er þetta alls elcki undarlegt. Það
mun nærri sanni, að af öllum greinum þekkingar, sem menn yfir-
leitt öðlast, hver og einn og hvar sem er, fari undantekningarlítið
einna minnst fyrir kunnleikanum um háttu og hagi erlendra þjóða.
Hvað vitum við íslendingar í raun og veru um aðrar þjóðir og
lönd? Er það ekki næsta lítið, þegar öllu er á botninn hvolft? Or-
sakirnar eru margar og nærtækar, og það er bezt að vera ekki að
rekast mjög lengi í villu um það, að þetta er næsta eðlilegt, og er
tæplega að vænta þess, að á slíku verði mikil breyting. Það verður
alltaf og alls staðar hlutverk fárra manna, sem við viðskiptamál fást,
stjórnmál eða sérstakar vísindarannsóknir að afla sér þó nokkurs
af slikri þekkingu. Almenn verður hún aldrei. Það er ekkert efa-
mál, að hér í Reykjavík eru t. d. nokkrir menn, sem við kaupsýslu
fást, sem vita miklu meira um Pyreneaskagann eðh Suður-Ameríku,
fólkið þar og hagi þess ýmsa, en flestir ef ekki allir svo kallaðir
lærðir menn. Starfs síns vegna hafa þessir menn orðið að viða að
sér slíkri þekkingu. Þetta er að vonum og mun alls staðar líkt farið
um þessi efni. En þótt áhuginn og aðstæðurnar til þess að kynna
sér hagi og háttu erlendra þjóða sé yfirleitt í minnsta lagi og jafn-