Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 227
'Skírnir]
Ritdómar.
225
an á fárra manna færi, þá er hins að minnast, að það eru yfirleitt
þeir mennirnir, er slíkt leggja á sig, sem líka varðar mestu að fái
sannar fregnir og öðlist réttar hugmyndir um það efni, sem þeir
vegna starfs síns verða að kunna skil á. Þess vegna er það stórum
mikilsvert t. d. fyrir okkur íslendinga þegar út kemur á máli stór-
þjóða bók, sem að öllu samantöldu hefir að geyma hina fyllstu og
réttustu lýsingu á högum lands og þjóðar, sem kostur er á. Það
má telja víst, að hún verði mikið notuð, einkum af þeim mönnum,
sem þurfa á að halda handhægu riti um þetta efni. Og það varðar
mestu, því hér skorti áður sannast að segja bókakost.
Bók þessi kom út á sænsku fyrir átta árum síðan og var hennar
þá getið m. a. í Eimreiðinni all-ýtarlega af dr. G. P. Enska útgáfan
er að vísu nokuð bætt og aukin, m. a. að myndaefni, en hér skal þó
ekki vikið nánar að einstökum efnisatriðum. Höfundurinn er mál-
fræðingur og að vísu gagnkunnugur fornum íslenzkum bókmennt-
um. En honum hefir frábærlega vel tekizt að sneiða hjá skeri, sem
flestum sérfræðingum verður hált á, að láta vefjast um of í efni
það, sem þeim er tamast og bezt kunnugt um. Hér sér á, að höf.
hefir dvalið á íslandi og kynnzt mörgu vel, enda kann hann vel að
mæla á íslenzka tungu. En mest finnst mér um það vert, hve hon-
um hefir tekizt að safna í bók sína miklu efni um hagi íslands á
■okkar timum, fram á síðustu ár. Eg ætla, að margir íslendingar
geti sótt þangað þó nokkurn beinan fróðleik, sem þeim var ekki áð-
ur svo mjög tiltækur, auk þess sem það er gaman einstaka sinnum
að skyggnast nokkuð um heima fyrir með annarra augum. En fyrst
og fremst er þetta tilvalin bók handa erlendum mönnum, sem kynn-
ust þurfa landinu, og verður ekki á betri bent. Er skylt að þakka
höf. og útg. er sýnilega hafa lagt alla alúð á að gera bókina sem
bezt úr garði. Þ. J.
The Three Voyages of Martin Frobisher in search of a passage
to Cathay and India by the North-West, A. D. 1576—78. . . . Now
edited . . . by Vilhjalmur Stefansson with the collaboration of Eloise
McCaskilI. London (The Argonaut Press) 1938. 1.—2. bindi. 82
■shillings.
Bæði Columbus og John Cabot dóu, að því er virðist, í þeirri trú,
að þeir hafi komizt til Asíu með því að sigla vestur yfir Atlants-
haf, en það leið samt eigi á löngu áður en menn fóru að efast um,
að svo væri, og töldu, að hér væri um nýtt land að ræða. Sést þetta
bezt af korti Waldseemullers frá 1507. Þetta voru mönnum mikil
vonbrigði, því að hið nýja land var þröskuldur í vegi til að komast
tH hinna ríku Austurlanda. Tóku menn þá að leita að sundi gegnum
þetta nýja land og að reyna að fara fyrir endann á því að sunnan
«ða að norðan, og að komast svoleiðis til Cathay (Kína) og Indlands.
15