Skírnir - 01.01.1938, Side 228
226
Ritdómar.
[Skímir
Þannig hefst leitin að norðvestur leiðinni, sem líklega byrjaði með'
leiðangri Sebastian Cabots 1509 og endaði loks fjögur hundruð ár-
um síðar með ferð Roald Amundsens. Sú leit á því langa sögu og
kostaði mikið fé og mörg mannslíf. Einn af þeim mörgu, sem tóku
þátt í þessari leit, var Martin Frobisher, enskur sjóræningi og sjó-
hetja. Stýrði hann þremur leiðangrum í norðvestur árin 1676—78.
f þeim síðasta gekk hann í land á Grænlandi 20. júní 1578, og varð
þannig hinn fyrsti Evrópumanna til að gera það eftir að hina fornu
Grænlendinga leið. Ekki þekkti hann þó landið, en kallaði það Vest-
ur-England. Enga menn sá hann þar, en fann skinntjöld með ýmsu
í, þar á meðal kassa með járnnöglum. Hann komst alla leið til
Baffinslands, þar sem nú heitir Frobisher Bay, og inn í Hudson
Sund. En þar fann hann sand, sem sumir þóttust finna í gull og
silfur. Þetta vakti græðgi manna og ágirnd, svo að mestu var horf-
ið frá hinum upprunalega tilgangi leiðangursins, og tvær síðustu
ferðirnar, önnur með þrem skipum, sú þriðja með fimmtán skipum,
voru farnar til þess að sækja þenna dýrmæta sand. En árangur
leiðangranna varð ömurlegur, því að sandurinn reyndist einskis
virði. Seinna vann Frobisher sér góðan orðstír í stríðinu við spánska
flotann mikla, og að lokum var hann særður til ólífis i orustu 1594.
Hann hefir sætt mjög misjöfnum dómum.
Það eru frásagnirnar um þessar ferðir Frobishers ásamt öllu
því er þær snertir, sem dr. Vilhjálmur Stefánsson, með aðstoð Miss
Eloise McCaskill, hefir gefið út í ágætri útgáfu með löngum inn-
gangi, athugasemdum og viðaukum. í henni má finna margt merki-
legt og fróðlegt, sem kastar ljósi yfir sjóferðir og landafundi fyrri
ialda, og vil eg bara sem eitt dæmi þess nefna listann yfir bækur
þær, kort og önnur áhöld, sem keypt var til fyrstu ferðarinnar. Það
er þó ekki tilgangur minn á þessum stað að fara frekar út í það,
en dvelja einungis við innganginn, því að þar er ýmislegt, sem
snertir sjóferðir forfeðra vorra og einkum afdrif hinna fornu
Grænlendinga. V. St. hefir sínar eigin skoðanir á mörgu af því;
þær eru jafnan athyglisverðar, þótt sumir máske fallist ekki á þær,
en hann fer ætíð varkárlega með efnið.
Hér setur V. St. fram sína gömlu tilgátu um það, að Norðmenn
hafi fyrst farið að leita íslands af því að þeir hafi heyrt um það
hjá írum. Þetta getur ef til vill verið rétt, en engin gögn eða jafn-
vel líkindi eru fyrir því. Gunnbjarnarsker hyggur hann að hafi ver-
ið geysimiklir ísjakar, en það fyrirbrigði þekktu ekki hinir fornu
Norðmenn. Hann telur mjög líklegt, að Grænlendingar hafi komist
miklu lengra til norðurs og norðvesturs en áður hefir verið talið,.
jafnvel allt að 79° n. br., og hafi enginn hvítur maður komizt lengra
þar vestur frá fyrr en á nítjándu öld. Dregur hann þær líkur af
ýmsu, sem fannst í leiðangri Sverdrups 1899. Baffinsland hyggu1’