Skírnir - 01.01.1938, Page 229
Skírnir]
Ritdómar.
227
hann að Grænlending-ar hafi fundið snemma og að það sé Helluland
Karlsefnis, enda hafi Karlsefni lagt vestur yfir Baffinsflóa frá
Disco (Bjarney). Þetta síðasta tel eg þó næsta ólíklegt. Hann felst
á skoðun Nansens, og jafnvel færir frekari ástæður fyrir henni, að
Grænlendingar hafi ekki verið drepnir af Eskimóum og þeim verið
þannig algerlega útrýmt, heldur hafi þeir smámsaman blandazt
við Eskimóa og megi jafnvel enn sjá merki þess. Þó hafi nokkrir
Grænlendingar, þeir er syðst bjuggu, reynt að lifa samkvæmt fornri
venju og jafnvel við og við fengið kornvöru frá Evrópu; af því hafi
þeir fengið beinkröm og önnur þess konar veikindi, og það séu bein
þessara manna, sem grafin hafi verið upp á Herjólfsnesi. Hann tel-
ur jafnvel, að framkoma Eskimóa í Baffinslandi gagnvart Fro-
bisher kunni að benda til þess, að þeir hafi haft þar áður einhver
kynni af Evrópumönnum annaðhvort persónulega eða gegnum áreið-
anlegar sögusagnir, og í síðara tilfellinu geti varla aðrir komið til
greina en hinir fornu Grænlendingar. Nokkuð líkt muni ástatt með
járnnaglana, sem Frobisher fann á Grænlandi.
í alllöngum kafla inngangsins ræðir V. St. það, hvað menn hafi
vitað um Ameríku fyrir 1480. Dregur hann þar saman allt það, sem
kunnugt er viðvíkjandi Grænlandi fram að þeim tíma; telur hann
jafnvel líklegt, að hin svokallaða Pining-Pothorst-Scolvus ferð hafi
komizt alla leið til Labrador eða Baffinslands, og að Hansamenn
og Bristolsbúar hafi átt talsverðan kaupskap við Grænland. Þó hygg
eg, að það hafi varla getað verið í ríkum mæli, að minnsta kosti
virðist enginn muna eða nefna Grænland, þegar verið er að leita að
og finna Ameríku. En það getur reyndar verið af því að menn litu
ekki á það sem land handan við Atlantshaf, heldur sem bogadreginn
skaga út úr gamla heiminum, eins og miðaldakortin sýna það. Því
held eg, að vitneskjan um Grænland hafi átt engan eða mjög lítinn
þátt í því að meginland Ameríku fannst á fimmtándu öld.
Þetta er dýrt og prýðilegt rit og að öllu leyti hið eigulegasta
eins og önnur bindi í þessu safni, sem The Argonaut Press forlegg-
ur, um sjóferðir og landafundi fyrri alda.
Halldór Hermannsson.
Sig. Eggerz: Það logar yfir jöklinum. Sjónleikur 1 fjórum þátt-
um. Reykjavík — 1937.
Sjónleikur þessi er ljóðrænn. Yfir honum er einkennilega fagur
og heillandi blær. Samtölin kvik og andrík — oft leiftrandi. Þarna
eru endurfundir karls og konu, vísindamanns, sem nú er að verða
frægur fyrir uppgötvun sína í náttúrufræði, og söngkonu, sem kem-
ur heim úr frægðarför út um lönd. Þau hafa raunar unnazt frá
®sku, og sú ást hefir veitt starfi þeirra ylinn, en vísindamaðurinn
hefir ekki játað ást sína, af því að í honum býr geðveiki — ættar-
15*