Skírnir - 01.01.1938, Síða 230
228
Ritdómar.
[Skírnir
fylgja, sem ofsækir hann og hann er hræddur við og að lokum á
þátt í dauða hans uppi á öræfum, þar sem unnusta hans hjúkrar
honum og fær að vita leyndardóm lífs hans. En þennan lagþráð
leiksins hefir höf. raddsett með því að láta oss heyra þytinn, sem
fregnin um uppgötvun hans vekur í sálum stjórnmála- og fjár-
hyggjumanna, er ætla að gera sér mat úr uppgötvuninni, og má vera,
að sumum þyki fylgiraddirnar sumstaðar bera lagið ofurliði. Þrátt
fyrir það er svo frá leiknum gengið, að eg hygg, að fáir lesi hann
ósnortnir, og vel gæti eg trúað því, að hæfir leikarar gætu borið
hann fram til sigurs á leiksviði. G. F.
Sæld og syndir. Sögur eftir Jakob Thorarensen. Reykjavík 1937.
Jakob Thorarensen er þegar fyrir löngu orðinn kunnur sem ljóð-
skáld, því að fyrsta kvæðabók hans, Snæljós, kom út fyrir tæpum
aldarf jórðungi (árið 1914). En á seinni árum hefir hann lagt meiri
stund á smásagna gerð en ljóða, og hefir birzt eftir hann sögusafn
og einstakar sögur í tímaritum. Bók sú, sem hér um ræðir, hefir að
geyma sjö sögur, áður óprenaðar.
Það eru sömu eiginleikar, sem birtast hjá höfundinum í smá-
sögunum sem í ljóðunum, — næmt auga fyrir veilum mannanna,
kuldaleg glettni og karlmannlegur kraftur og festa. Allt í sögun-
um gerist í gráu dagsljósi „veruleikans“, sem svo er nefndur, —
hvergi nein hálfbirta drauma eða dulvitundar, lítið um varma við-
kvæmninnar, ekki könnuð nein djúp né klifið á tinda. Höf. heldur
sér við jafnsléttu hversdagsleikans og nær þar oft ágætum árangri.
Hann er sérkennilegur fyrir sína kaldrænu, en þó hæglátu glettni,
sem verður stundum að nöpru háði. Hann er eindregið raunsæis-
og veruleikaskáld. Tækni hans er í lagi; hann veit, hvaða áhrifum
hann vill ná, — og er viss með að ná þeim.
Sagan „Langferð inn í liðna tíð“ þykir mér einna bezt sögð og
bera einna greinilegastan vott um sálfræðilegt innsæi skáldsins.
Jakob Thorarensen hefir einkennilega sérstöðu meðal íslenzkra
smásagnahöfunda og skipar það rúm, sem hann hefir markað sér,
með sóma. Það væri tilfinnanlegt skarð fyrir skildi, ef hann vant-
aði í hópinn. Jakob Jóh. Smári.
Gunnar Gunnarsson: Advent. Gyldendalske Boghandel — Nor-
disk Forlag. Köbenhavn 1937.
Þetta er einkennileg bók. Það er frásögn um för vinnumanns
eins inn á afrétt á jólaföstunni til þess að leita að kindum, sem
eftir kunna að hafa orðið í síðustu göngum. Hefir hann með sér
hund sinn og forustusauð, sér til aðstoðar. Þessa för fer hann af
frjálsum vilja og hefir haft þetta fyrir vana í tuttugu og sjö ár,
síðan hann var 27 ára gamall, en nú hefir hann fjóra um fimmtugt.