Skírnir - 01.01.1938, Qupperneq 231
Skírnir]
Ritdómar.
229
Maður þessi er sérkennilegur mjög, og lýsir höf. honum og æfin-
týrum hans á heiðinni, unz þeir félagar komast aftur til manna-
byggða, heilir á húfi, og hafa bjargað allmörgum kindum. Höf.
mun hafa fyrir sér sannsögulega atburði í aðalatriðum frásagnar
sinnar, en lýsingarnar eru skáldlegar og áhrifamiklar og halda at-
hyglinni vakandi, þó að efnið sé í raun og veru ekki mikið.
Þetta er lýsing á vetrinum í almætti sínu, á hríð og harðviðrum,
hvítri snjóbreiðu og drungalegum skýjum, en eftirvænting jólanna
slær á allt þetta birtu og yl; helgi hátíðarinnar grípur hugann og
vakir í hjarta hins einmana manns. Þetta er stórkostlegt vetrarljóð
í óbundnu máli, ort af hinni alkunnu snilld Gunnars Gunnars-
sonar. Jakob Jóh. Smári.
Þórhallur Þorgilsson: Spænskar smásögur, Úrval, eftir spænska
og ameríska nútímahöfunda. Með bókmenntalegum inngangi og
æfiágripum. — Reykjavík. Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
ísafoldarprentsmiðja h.f. 1937. — I.
Þó að Spánverjar hafi til skamms tíma verið ein aðalviðskipta-
þjóð íslendinga, erum vér, og það jafnt lærðir sem leikir, næsta
ókunnugir högum og háttum þeirra, bókmenntum þeirra og listum,
og förum' vér þar áreiðanlega mikils á mis, því að bókmenntir
Spánverja og annarra spænskumælandi þjóða eru miklar og merki-
legar, en spænska er, eins og kunnugt er, töluð ekki aðeins á Spáni,
heldur og í allri Suður- og Mið-Ameríku (nema í Brasilíu), í Mexi-
kó og á Filippseyjum o. v., svo að um mikla fjölbreytni landa og
lifnaðarhátta er að ræða, og bókmenntirnar fyrir þá sök, meðal
annars, fjölbreyttar og einkennilegar.
Hr. Þórhallur Þorgilsson, sem er mætavel að sér í spænsku og
hefir áður gefið út góða og handhæga kennslubók í því máli, hefir
nú byrjað á að þýða og láta gefa út spænskar smásögur. Er ætlazt
til, að heftin verði þrjú eða fjögur, og er þetta hið fyrsta. Framan
við þetta hefti er langur og fróðlegur bókmenntasögulegur inn-
gangur um nútíðarbókmenntir á Spáni, frá því um miðja 19. öld
og fram á vora daga. Siðan koma 12 spænskar smásögur eftir ýmsa
merkustu nútimahöfunda Spánverja (t. d. Vicente Blasco Ibáiiez)
og annarra spænskumælandi þjóða, og kennir þar margra grasa,
og eru sögurnar að vonum misjafnar að gæðum, en hver þeirra
hefir til síns ágætis nokkuð, og eru þær auðsjáanlega valdar af
smekkmanni. Einna átakanlegust finnst mér sagan „Skógarmenn“
eftir Horacio Quiroga frá Uruguay.
Þýðingin á sögunum virðist vera góð, og er vonandi, að þessari
viðleitni Þ. Þ. til að kynna oss íslendingum þenna þátt í spænskum
nútíðarbókmenntum verði vel tekið. Jakob Jóh. Smári.