Skírnir - 01.01.1938, Page 234
II
Skýrslur og reikningar.
[Skírnir
Finnur T. Guðmundsson, útvegsbóndi, Kaldá í Mosvallahreppi„
Friðrik Bjarnason, verzlunarmaður, Reykjavík,
Halldór Jónsson, fyrrum bóndi, Reykjavík,
Hallgrímur Jónsson frá Bakka, Reykjavík,
Jón Gunnarsson, samábyrgðarstjóri, Reykjavík,
Jón Ófeigsson, yfirkennari, dr. phil., Reykjavík,
Jón Ólafsson, bankastjóri, Reykjavík,
Magnús Guðmundsson, fv. ráðherra, Reykjavík,
Sigurður Fjeldsted, bóndi, Ferjukoti,
Sigurður Sivertsen, prófessor, Reykjavík,
Ogmundur Sigurðsson, fv. skólastjóri, Hafnarfirði.
Stóðu fundarmenn upp í virðingarskyni við hina látnu félags-
menn.
Síðan á síðasta aðalfundi höfðu verið skráðir 30 nýir félags-
menn.
2. Því næst las gjaldkeri upp ársreikning félagsins og efna-
hagsreikning, og voru þeir samþykktir af fundarmönnum. Enn
fremur las gjaldkeri upp reikning fyrir sjóð M. Lehmann-Filhés.
og Afmælissjóð Bókmenntafélagsins.
Þá var skýrt frá úrslitum kosninga í fulltrúaráð félagsins, svo'
og forseta og varaforseta. Var kjörfundur haldinn 10. júní af sett-
um kjörstjóra, Ólafi Lárussyni prófessor. Kosningin fór svo, að
kosnir voru:
Forseti til næstu 2 ára: Guðmundur Finnbogason, landsbóka-
vörður, með 187 atkvæðum, endurkosinn.
Varaforseti til sama tima: Matthías Þórðarson, þjóðminjavörð-
ur, með 182 atkvæðum, endurkosinn.
Fulltrúar til 6 ára: Sigurður Nordal, prófessor, með 177 atkv.,
og Einar Arnórsson, hæstaréttardómari, með 169 atkv. —
Báðir endurkosnir.
Fulltrúi til 2 ára, í stað Sigurðar Kristjánssonar, bóksala: Þor-
kell Þorkelsson, veðurstofustjóri, með 153 atkv.
4. Þá var gengið til kosningar endurskoðanda. Hafði félaginu
borizt bréf frá öðrum endurskoðanda félagsins, Bjarna Jónssyni,.
fv. bankastjóra, þar sem hann skoraðist undan endurkosningu.
Endurskoðendur voru kosnir:
Brynjólfur Stefánsson, framkvæmdastjóri, og
Jón Ásbjörnsson, hæstaréttarmálaflutningsmaður.
5. Þá skýrði Sigurður Nordal frá bókaútgáfu félagsins. Kem-
ur út hefti af Skírni, Annálum, Safni til sögu íslands og Forn-
bréfasafni.
6. Samkvæmt einróma tillögu félagsstjórnarinnar var kjörinn
heiðursfélagi próf., dr. jur. Claudius, fríherra von Schwerin,.
Miinchen.