Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 48
38
ÓLAFUR s. thorgeirsson:
væskilslegur. Marsi talaÖi fyrst og var mælskur ;
hann haföi lag á aö komast inn í huga þeirra, sem
jafnvel voru skoöunum hans fjandsamlegir, og fá þá
aö einhverju leyti á sitt mál; það var auösœtt. Hin-
um vitrari fór ekki að lítast á blikuna, unz einn stóö
upp og kallaði hástöfum : ‘Kallaðu hann lygara,
Tumi, og láttu fara í handalögmál !' Þetta er enda-
laust venjan í ágreiningsumræðum. Sá sem engin rök
hefir, sér enga úrkosti aðra. Það drepur sannleiks-
ástinni niður og öllum þjóðþrifum. En á þessu er að
verða stórmikil breyting til batnaðar. Það eru ekki
mörg árin síðan konur fóru að sitja á stjórnmálafund-
um. Þœr gera það ekki svo mikið vegna kvenréttar-
málsins. Þær gera það vegna þess, að andrúmsloft
stjórnmálafundanna hefir breyzt þessi síðustu 5 til 10
ár. Og nærvera þeirra gefur breytingunni byr undir
vængi. Menn koma nú saman til að hugsa um vel-
ferðarmálin. Það er verið að opna skólahúsin fyrir
slíkum þjóðmála umræðum. Norðurálfumaður, sem
hér hafði verið í 8—10 ár, sagði við mig : ‘Eg fann
Ameríku fyrst í gærlcveldi. Eg var á þjóðmálafundi
í skólahúsi.1) Skólahúsið er deiglan mikla, sem alt
bræðir saman. I skólahúsunum eigum við að ganga í
skóla hver hjá öðrum. Cooper Union í New York
er ágætt málfundafélag. Þar koma allir, menn og
konur, og ræflarnir líka, ef ekki til annars, þá til að
ylja sér. Spurningarnar, sem þar eru lagðar fram á
eftir ræðunum, eru beztu spurningarnar, sem eg hefi
heyrt. Þær koma vanalega frá mönnum af lágurri
stigum, almúgamönnum, sem erfitt eiga uppdráttar.
Þeir kunna að bera fram spurningar, sem ganga til
hjartans. Þar er þjóðarsálin að brjótast fram með
hugsanir sínar. Enginn einn maður skilur öll Banda-
ríkin. Þau eru of stór til þess. Vér þurfum alls her-
jar ráð, alls herjar úrlausnar-viðleitni. Bæjafólk
1) The Parliament of the People,