Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Side 75
AI.MANAK 1914.
C'5
JÓN METÚSALEMSSON (Matthews).—Jón er son-
ur Metúsalems Jóns-
sonar fhins sterkaj,
bónda í Möðrudal. En
mó'ðir Jóns var Krist-
björg Þórðardóttir frá
Kjarna í EyjafjarSar-
sýslu, Pálssonar, GuS-
laugssonar. Kona Jóns
Metúsalemssonar, er
Stefanía Stefánsdóttir,
Gunnarssonar, bónda í
Stakkahlíð í Loðmund-
arfirði í Norður-Múla-
sýslu. Var Stefán bróð-
ir Sigurðar prófasts
Gunnarsson á Hallormsstað. Móðir Stefaníu var Þorbjörg,
og var hún systir Kristbjargar móður Jóns Metúsalems-
sonar. En móðir þeirra systra var Björg systir séra Hall-
dórs á Sauðanesi, föður séra Björns í Laufási, föður Þór-
halls biskups.
Um för Jóns Metúsalemssonar vestur um haf og dvöl
bans í Álftavatnsbygð fyrstu árin, er áður ritað í þætti Álft-
vetninga.*J Jón flutti norður að Narrows árið 1893, og
höfðu synir hans áður farið norður að kynna sér hvernig til
hagaði. Með Jóni fluttust norður synir bans 5: Björn, Sig-
urður, Jón, Stefán og Metúsalem, og settust hér allir að með
bonum. Sá harmur bar að höndum þeim hjónum, Jóni og
Stefaníu, að tveir synir þeirra Sigurður og Jón druknuðu í
Manitobavatni 3. Maí 1901, annar 26 en hinn 23 ára. Þeir
voru báðir efnismenn og var fráfall þeirra harmsefni, ekki
einungis ættmennum, heldur einnig sveitungum þeirra, því
þeir liöfðu áunnið sér virðing og vinsæld þeirra. — Jón Met-
úsalemsson bjó fyrstu tvö árin norðan við Narrows. Siðan
flutti hann suður á Siglunes sunnanvert, og nam þar land
*) par er sú missögn, aS eitt barn hans, er lézt á leiSinni
frá Winnipeg, hafi veikzt í Quebec. pað var í Winnipeg, a<5
barniö veiktist.—Höf.