Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 86
'
76 ÓLAFUR fi. THORGHÍRSSON !
KRISTJÁN PÉTURSSON, sonur Péturs þess er hér á
undan er um ritaíi, er
fæddur i. April 1865 á
Fótaskinni í SuSur- ■*
Þingeyjarsýslu. Flutti
hann vestur um haf
1893, kvæntist 23. Okt.
1897 Jenny Eggertinu
Sigtryggsdóttur, hins
sterka á Húsavík, Sig-
urössonar; var sú ætt
úr Öxnadal í Evjafiröi;
voru þau bræör.abörn,
Jenny og Sigtryggur ,
Jónasson kapt. og fylk-
isþingmaöur í Mánito-
ba. Jenny er nýdáin, er
þetta er ritaö. Kona
Sigtryggs hét Sigríöur,
ættuö úr Kræklingahlíð.
Vann Kr. hér á ýms-
um stööum þar til fað-
ir hans kom, og þeir
reistu bú. Hann nam
land á hliö við fööur
sinn fyrir nokkrum ár-
um, en lét laust aftur
af því honum þóttu óvænlegar framtíðarhorfur bygöarinriar.
-—Kristján er vel efnaður, þrátt fyrir stórmikinn kostnað er
hann lagöi í að leita lækningar konu sinni, er þjáöist af
voðarsjúkdómnum, krabbameini. — Þeim hjónum varö ei >
barna auðið, en ólu upp bróðurdóttur Kristjáns, Baldínu
Bjarnadóttur. Býr Bjarni faðir hennar að Mountain, N.D.
Kristján Pétursson er greindur maður og hefir aflað sér
í ýmsu talsverðrar þekkingar á högum lands og lýöa. Hann
les talsvert og les með góðum skilningi; hann er fastlyndur
maður og hreinn í lund; rammíslenzkur er hann í anda og
er heitt í huga, þegar honum finst rétti íslendinga misboðiö,