Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Blaðsíða 99
AI.MANAK 1914.
89
Eyjafjaröarsýslu. Guömundur er myndar maöur og búnast
vel þarna.
STEFAN ÓLAFUR GUÐBRANDSSON, fæddur 25.
Febr. 1867. Faðir Stefáns var Guðbrandur bóndi á Ingj-
aldshóli í Ytra Neshrepp í Snæfellsnessýslu, Guðbrandssonar
bónda á Vighólsstöð.um á Fellsströnd, Oddssonar, Guð-
brandssonar. Móðir Guöbrandar fööur Stefáns var Sig-
ríður dóttir Guöbrandar ríka á Hólmlátri á Skógaströnd.
Móðir Stefáns, sem enn er á lífi, Guðbjörg Magnúsdóttir
Árnasonar Jónssonar; var Árni ættaður úr Bervík undir Jökli,
Móöir Guöbjargar en kona Magnúsar Árnasonar var Elin
Jónsdóttir óðalsbónda og gullsmiðs frá Þórólfsstööum í
Dalasýslu, en móöir Elínar var Guöbjörg Magnúsdóttir,
prests Einarssonar á Kvennabrekku. — Kona Stefáns Guð-
brandssonar er Sigríður Lárusdóttir. Faðir hennar var
Lárus Fjeldsted Eggertssonar, Vigfússonar Fjeldsteds.
Kona Eggerts Fjeldsteds var María dóttir Einars “gamla”
í Rauðseyjum á Breiðafirði. Bróðir Maríu og sonur Ein-
ars var Sturlaugur í Rauðseyjum, faðir Guöbrandar í Hvíta-
dal, fööur Margrétar, móður Dr. B. J. Brandson í Winnipeg.
Bræður Guðbjargar móður Stefáns eru Magnús Smith
taflkappi og Elías Dalmann járnbrautarverkstjóri. Séra
Magnús á Kvennabrekku, forfaðir Stefáns, var móðurfaðir
séra Þorleifs Jónssonar í Hvamrni, afa Lárusar H. Bjarna-
sonar, prófessors í Reykjavík.
Þau Stefán og Sigríður bjuggu á ýmsum stöðum í Snæ-
fellsnessýslu, siöast á Hrafnkelsstöðum í Eyrarsýeit og þaðan
fluttu þau vestur um haf árið 1905; voru fyrst eitt ár í Winni-
peg, síöan eitt ár á Rabbit Point. Þaðan fluttú þau norður
fvrir Narrows og hefir Stefán nurnið sér þar land. Þau
komu hér vestur eignalaus, en hafa nú komið sér upp særni-
legu húsi og búi, og eiga þó 9 börn á lífi, flest á ómagaaldri.
Má ])ví heita þeim hafi farnast vel og líkur til að betur
verði, þegar fleira af börnunum getur tekiö þátt í lífsbar-
attunni með þeim.
ANDRÉS GÍSLASON er fæddur 1. Marz 1855 á Skin-