Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 103
Almanak 1914.
93
Gili í Svartárdal. Móöir Margrétar var Ingibjörg Ólafs-
dóttir frá Auöólfsstööum; var Ingibjörg systir "séra Arnljót-
ar Ólafssonar er síðast var prestur á Sauöanesi. Sigurður
flutti vestur um haf áriö 1900; kom til Winnipeg 9. Júlí það
ár; flutti um haustið norður aö Narrows og nam þar land, og
hefir búiö þar síöan. Sigurður er góður búmaður og einn
með efnuðustu bændum í þessari bygö. Hann er greindur
maður, les talsvert og hefir aflað sér góðrar þekkingar um
margt. Hann er fáskiftinn um annara hagi, en samvinnu-
góður og áhugasamur um þau almenn mál, er hann lætur
sig skifta, og myndar sér um þau sjálfstæðar skoðanir.
Það má telja Sigurð einn af nýtustu bændum bygðarinnar.
EINAR SIGURÐSSON, bónda á Kálfafelli i Austur-
Skaftafellssýslu. Kona hans er Oddný Skarphéðinsdóttir,
bróðurdóttir Lárusar Pálssonar hómöopata. Einar flutti
vestur um haf árið 1902, var fyrst 3 ár í Winnipeg, flutti
svo norður að Narrows og nam þar land; þar hefir hann
búið síðan og farnast vel. Einar er dugnaðarmaður og vel
látinn af þeim er til þekkja.
GUÐMUNDUR SIGURÐSSON bónda á. Ármúla í
Rangárvallasýslu. Móðir Guðmundar var Guðný Guð-
mundsdóttir Guðmundssonar ('skáldsj prests á Torfastöðum
í Biskupstungum í Árnessýslu. Guðnnindur ólst upp hjá
nióðurbróður sinum, Þorsteini Guömundssyni, bónda í Önd-
verðarnesi í Grímsnesi. Guðmundur fluttist vestur uin haf
T902; fluttíst hér norður sama ár. Giftist tveim árum síðar
Sigurlínu Hallsdóttur frá Sleðbrjót þsbr. þátt Halls hér aö
framan). Guðmundur nam land næstl. ár við Moose Horn
Bay 0g hýr þar. Hann er þrekmaður og farnast hér vel.
BALDVIN GUDMUNDSSON frá Gunnólfsvík, faðir
Sigurðar er um er ritað hér á undan, fluttist vestur um haf
T9°3- Flutti hann norður til Narrows fáum árum siðar og
býr í grend við Sigurð son sinn. Kona Baldvins er Elin
Gísladóttir Gíslasonar. Móðir hennar, Helga Jónsdóttir
bónda Sigfússonar á Geirastöðum i Hróarstungu í Norður-