Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1914, Page 175
SIGFÚS MAGNÚSSON.
í Duluth-borg í Minnesota hafa íslendingar átt heima síðan
snemma á tímum að vesturflutningar hófust frá Islandi, og um eitt
sUeiðvar þar all-margt þeirra, en nú síðari árin hefir þeim fækkað
mjög. Hér áður fyrr var Duluth lendingarstaður innflytjenda til
Norðvcsturlandsins, þegar komið var að austan eftir Superior-
vatninu. Engin járnbraut var þá lögð inn í Manitoba og Norð-
vesturlandið og var þá oftast farið vatnaleiðina frá Owen Sound
i Ontario til Duluth og þaðan á járnbraut til Fisher’s Landing i
Minnesota, og þar stigið á skip, sem gengu eftir Rauðará til
Winnipeg. Þá leið fór „stóri hópurinn" svo kallaði 1876, sem það
ár kom frá Islandi og hélt tíl Nýja Islands. Og mun frá því ári
mega telja búsetu Islendinga í Duluth. Almanakið mun síðar
segja gjör frá Islendingum þar og því verður eigi farið lengra út í
það að þessu sinni.
I Duluth á heima einn af elztu og merkari vesturförum frá
Islandi, Sigfús Magnússon frá Grenjaðarstað í Þingeyjarsýslu.
Þar eð Almanakið flytur að þessu sinni sögu íslenzku nýlendunn-
ar í Nebraska, þótti tilhlýðilegt að Sigfúsar Magnússonar væri
meira getið en þar er gert, því hann var sá, er Milwaukee-íslend-
ingar sendu til að velja þeim þar nýlendu-svæði í byrjun. Síðar,
er liann kom aftur frá Islandi, nam l:ann þar land og bjó þar til
þess er hann fluttist til Duluth 1892. Fór því útgefandi alma-
naksins þess á leit við Sigfús, að hann sendi sér helztu æfiatriði
sín, og varð hann fúslega við þeirri bón; birtum vér þau hér á
eftir orðrétt frá hans hendi, og efumst eigi um að mörgum verði
ánægja að lesa þá æfisö^u — auk þess sem hún er mikilsverð við-
bót við sögu Vestur-Islendinga.
Sigfús Magnússon var giftur Guðrúnu Emilfu Benediktsdótt-